Enski boltinn

Ashley Young: Enska landsliðið betra með mig innanborðs

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ashley Young er góður í fótbolta og veit það best sjálfur.
Ashley Young er góður í fótbolta og veit það best sjálfur.

Sjálfstraust er eitthvað sem Ashley Young hefur alltaf átt nóg af.

Þessi skemmtilegi leikmaður Aston Villa verður líklega í byrjunarliði enska landsliðsins gegn Svartfjallalandi á þriðjudag þar sem James Milner tekur út leikbann.

„Ég var ekki valinn í hópinn fyrir heimsmeistaramótið og það voru mér mikil vonbrigði. Ég elska að spila fyrir enska landsliðið og stærsta stundin á mínum ferli var þegar ég var valinn í hópinn í fyrsta sinn," sagði Young á blaðamannafundi.

„Ég tel mig geta styrkt enska landsliðið. Það er sterkara með mig innanborðs," sagði Young sem hefur verið heitur í upphafi tímabils.

„Mér líður vel hjá Aston Villa og geri fastlega ráð fyrir því að skrifa undir nýjan samning við félagið bráðlega."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×