Enski boltinn

Enska 21 árs landsliðið líka komið á EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Enska liðið sem byrjaði í Rúmeniu í dag.
Enska liðið sem byrjaði í Rúmeniu í dag. Mynd/Nordic Photos/Getty
Englendingar fylgdu í dag í fótspor Íslendinga og tryggðu sér sæti í úrslitakeppni EM undir 21 árs sem í Danmörku á næsta ári. Enska 21 árs landsliðið náði markalausu jafntefli í Rúmeníu eftir að hafa unnið fyrri leikinn 2-1 á heimavelli.

Stuart Pearce er þjálfari enska liðsins en þetta er þriðja úrslitakeppnin í röð hjá 21 árs liðum þar sem England er meðal þáttekenda.

Frankie Fielding, markvörður enska liðsins, varði nokkrum sinnum mjög vel í leiknum en besta færið fékk Daniel Sturridge, leikmaður Chelsea.

Englend er fjórða landið sem tryggir sér sæti í úrslitakeppninni sem fram fer í Danmörku næsta sumar. Auk gestgjafa Dana komist Ísland og Sviss á EM í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×