Erlent

Stormurinn Conson skilur eftir sig 18 látna á Filippseyjum

Að minnsta kosti 18 fórust og 57 er saknað eftir að hitabeltisstormurinn Conson fór yfir Filippseyjar í gærdag. 4.000 manns eru strandaglópar víða á eyjunum eftir storminn.

Eignatjón er umfangsmikið á eyjunum en storminum fylgdi mikil úrkoma sem olli flóðum og skriðuföllum. Yfir 500 hús eru skemmd og mörg landssvæði eru án rafmangs.

Conson er nú kominn út á Suður Kínahaf og reiknað er með að hann nái inn á suðurströnd Kína á morgun. Heldur hefur dregið úr vindstyrk hans og úrkomunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×