Fótbolti

Ítalía vill ekki spila aftur við Serbíu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Frá ólátunum í Genoa.
Frá ólátunum í Genoa.

Ítalska knattspyrnusambandið segist ekki hafa neinn áhuga á því að spila annan leik við Serba. Leikur liðanna í undankeppni EM 2012 var blásinn af eftir aðeins sex mínútur vegna óláta serbneskra áhorfenda.

Einnig sló í brýnu milli manna fyrir utan völlinn þar sem 16 manns slösuðust.

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, er að rannsaka málið og mun taka það fyrir 28. október.

Serbneska knattspyrnusambandið vill spila leikinn upp á nýtt en það vilja Ítalarnir ekki ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×