Enski boltinn

Hvað gerir Ferguson í dag?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Spennan fyrir blaðamannafund Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd, í dag er gríðarleg. Engin viðbrögð komu frá honum vegna Wayne Rooney í gær en hann þarf að hitta blaðamenn í dag vegna leiksins í Meistaradeildinni á morgun.

Menn spyrja sig að því hvaða leið Ferguson fari í dag. Mun hann reyna að bera klæði á vopnin? Mun hann láta Rooney heyra það eða einfaldlega ekki tjá sig um málið.

Flestir spá því að hann muni helst vilja ræða málið sem allra minnst en breskir blaðamenn munu örugglega reyna að þjarma að honum og þá er aldrei að vita hvað gerist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×