Fótbolti

Portúgal vann öruggan sigur á Dönum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nani fagnar öðru marka sinna í kvöld.
Nani fagnar öðru marka sinna í kvöld. Nordic Photos / AFP
Nani, leikmaður Manchester United, fór á kostum þegar að Portúgal vann 3-1 sigur á Danmörku í riðli Íslands í undankeppni EM 2012.

Nani kom Portúgal í 2-0 forystu með tveimur mörkum með skömmu millibili í fyrri hálfleik.

Ricardo Carvalho gaf svo Dönum von ellefu mínútum fyrir leikslok er hann skoraði sjálfsmark en Simon Kjær var einnig í boltanum.

En það dugði ekki til. Cristiano Ronaldo kom Portúgal í 3-1 skömmu síðar, eftir sendingu frá Nani, og innsiglaði þar með sigur sinna manna.

Portúgal vann þar með sinn fyrsta sigur í riðlinum og eru nú í öðru sæti riðilsins með fjögur stig.

Ísland tekur á móti Ronaldo, Nani og félögum í portúgalska landsliðinu á þriðjudagskvöldið á Laugardalsvellinum.

Þetta var fyrsti leikur Portúgals undir stjórn Paulo Bento landsliðsþjálfara.

Staðan í H-riðli:

1. Noregur 3 leikir, 9 stig

2. Portúgal 3 leikir, 4 stig

3. Danmörk 2 leikir, 3 stig

4. Kýpur 2 leikir, 1 stig

5. Ísland 2 leikir, 0 stig




Fleiri fréttir

Sjá meira


×