Enski boltinn

Van Persie hvíldur gegn Braga í kvöld

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Robin van Persie meiddist illa í haust.
Robin van Persie meiddist illa í haust. Nordic Photos / Getty Images

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur ákveðið að hvíla þá Robin van Persie og Andrei Arshavin þegar liðið mætir Braga í Portúgal í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Þá mun Gael Clichy einnig missa af leiknum en hann er nú að glíma við bakmeiðsli.

Útlit er fyrir að Kieran Gibbs verði í byrjunarliði Arsenal í kvöld og jafnvel líka Nicklas Bendtner.

Arsenal vann 6-0 sigur á Braga þegar liðin mættust í Lundúnum í september síðastliðinn og gæti með sigri í kvöld tryggt sæti sitt í 16-liða úrslitum keppninnar.

Arsenal tapaði fyrir Shakhtar Donetsk í síðustu umferð Meistaradeildarinnar og svo fyrir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni um helgina, 3-2 eftir að hafa komist 2-0 yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×