Enski boltinn

Rafael Benitez vonast til þess að halda Torres ánægðum hjá Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fernando Torres skoraði tvö mörk um helgina.
Fernando Torres skoraði tvö mörk um helgina. Mynd/AFP
Rafael Benitez, stjóri Liverpool, er sannfærður um það að félagið haldi spænska framherjanum Fernando Torres hjá sér ef að liðið nær að tryggja sér fjórða sætið í ensku úrvalsdeildinni og þar með sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili.

„Allir leikmennirnir okkar eru liðinu mikilvægir og Fernando er einn af lykilmönnunum okkar," sagði Rafael Benitez við fjölmiðlamenn á blaðamannafundi.

„Þegar framherji er að skora mörk þá verður hann liðinu mjög mikilvægur og góð leið til þess að halda honum ánægðum er að vinna leiki og reyna að verða meðal fjögurra efstu," sagði Rafael Benitez.

Fernando Torres skoraði tvö mörk í 3-0 sigri á Sunderland um helgina og hefur alls skorað 18 mörk í 21 deildarleik á tímabilinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×