Enski boltinn

Cole lenti í útistöðum við stuðningsmann

Elvar Geir Magnússon skrifar
Carlton Cole og félagar hafa tapað fimm leikjum í röð.
Carlton Cole og félagar hafa tapað fimm leikjum í röð.

Þriðjudagskvöldið var ekki gott fyrir West Ham. Liðið sogaðist niður í enn verri mál með því að tapa fyrir Úlfunum og eftir leik fóru stuðningsmenn ekki leynt með reiði sína.

Sóknarmaðurinn Carlton Cole lenti í rifrildi við stuðningsmann á leið til búningsklefa eftir leik og þurfti á endanum að draga hann inn í klefa.

„Ég hélt fyrst að Cole þekkti þennan mann því þeir töluðu saman á eðlilegum nótum til að byrja með. Svo sá ég aðra leikmenn koma og draga hann í burtu," sagði Benni McCarthy sem var vitni að þessu.

Cole kom þó aftur út en þá skiptu öryggisverðir og lögregla af málinu og báðu stuðningsmanninn vinsamlegast um að yfirgefa völlinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×