Enski boltinn

David James í viðræður við Celtic

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David James og Hermann Hreiðarsson verða væntanlega ekki lengur samherjar á næsta tímabili.
David James og Hermann Hreiðarsson verða væntanlega ekki lengur samherjar á næsta tímabili. Mynd/AFP
Skoska liðið Celtic er að leita sér að markverði eftir að Artur Boruc fór til ítalska liðsins Fiorentina. Neil Lennon, stjóri liðsins, er að vonast eftir því að hinn 39 ára gamli David James standi í marki Celtic í vetur.

Neil Lennon ætlar að hitta David James þegar Celtic snýr aftur úr æfingaferð sinni til Bandaríkjanna í lok vikunnar. James er með lausan samning eftir að samningur hans við Portsmouth rann út í sumar.

„Við eigum enn langt í land og erum bara að byrja að tala saman. Það er samt mjög hughreystandi að hann hafi áhuga á að koma til okkar. Ég vil fá eins góðan markvörð og ég mögulega get, ekki bara fyrir deildina heldur einnig fyrir Evrópukeppnina. Við þurfum einhvern til að fylla í skóna hans Arturs og James er einn þeirra sem getur það," sagði Neil Lennon við Guardian.

Launakröfur David James gætu vissulega staðið í vegi fyrir samningi við enska landsliðsmarkvörðinn en það var þó umboðsmaður David James sem hafði fyrst samband við Celtic.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×