Enski boltinn

Nígeríumaður tekur við starfi Wilkins hjá Chelsea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlo Ancelotti og Ray Wilkins.
Carlo Ancelotti og Ray Wilkins. Mynd/AFP
Chelsea hefur ákveðið að Nígeríumaðurinn Michael Emenalo taki við starfi Ray Wilkins sem hætti hjá félaginu í síðustu viku. Emenalo mun því verða helsti aðstoðarmaður stjórans Carlo Ancelotti.

Emenalo er 45 ára og lék meðal annars með nígeríska landsliðinu sem sló í gegn á HM í Bandaríkjunum árið 1994. Hann kom til Chelsea í október 2007.

„Chelsea er sönn ánægja að tilkynna það að Michael Emenalo hafi verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari þjálfari aðalliðsins. Hann fékk stöðuhækkun eftir að hafa verið yfirnjósnari andstæðinga liðsins," sagði í yfirlýsingu á heimasíðu Chelsea.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×