Enski boltinn

Ancelotti: Treysti Terry til að eiga stjörnuleik

Elvar Geir Magnússon skrifar
John Terry, fyrirliði Chelsea, er alltaf í sviðsljósinu en ekki alltaf á jákvæðan hátt.
John Terry, fyrirliði Chelsea, er alltaf í sviðsljósinu en ekki alltaf á jákvæðan hátt.

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segir að John Terry fái allt hans traust. Terry hefur verið gagnrýndur eftir dapra frammistöðu Englands á HM í sumar og mörg mistök á undirbúningstímabilinu.

Þá hefur frammsitaða Terry utan vallar einnig verið mikið í umræðunni. Ancelotti er viss um að Terry sínar bestu hliðar á sunnudag þegar Chelsea mætir Manchester United í leiknum árlega um Samfélagsskjöldinn.

„Það er erfitt að segja til um hvort JT sé 100% heill. Hann hefur gert nokkur mistök en það er eðlilegt eftir að hafa bara æft í einhverja sjö daga," segir Ancelotti.

„Hann er enn frábær leikmaður og frábær fyrirliði. Ég treysti honum fullkomlega til að eiga stórleik á sunnudag."

Ancelotti verður án aðalmarkvarðarins Petr Cech, miðvarðarins Alex og hægri bakvarðarins Jose Bosingwa í leiknum. Þá er líklegt að Didier Drogba byrji á bekknum. Hilario mun standa í markinu.

„Þó allir mínir menn séu ekki í fullu standi þá verður þetta ekki auðvelt fyrir United. Þessi leikur er mikilvægur að því leyti að hann segir mikið til um hvar við stöndum," segir Ancelotti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×