Enski boltinn

Adebayor: Ég fer til Juventus í janúar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Emmanuel Adebayor, leikmaður Manchester City, er hundóánægður hjá félaginu og segir í samtali við franska fjölmiðla að hann ætli sér að fara þegar að félagaskiptaglugginn opnar í janúar.

„Mancini [stjóri City] leyfir mér aldrei að spila. Ég veit að ég get ekki verið áfram þarna og ég mun fara í janúar. Ég get greint frá því að félagið hefur náð samkomulagi við Juventus vegna mín," sagði Adebayor.

Hins vegar er ekki víst að af því verður þar sem að félögum á Ítalíu er aðeins heimilt að vera með einn leikmann í sínum röðum utan ESB-landanna. Hjá Juventus er Serbinn Milos Krasic fyrir hjá félaginu.

Adebayor er frá Tógó og fengi samkvæmt því ekki leyfi til að ganga til liðs við félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×