Íslenski boltinn

Sjáðu öll mörk 10. umferðar Pepsi deildarinnar á Vísi

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Úr leik Fram og Vals í Laugardalnum.
Úr leik Fram og Vals í Laugardalnum. Fréttablaðið/Stefán
Tíundu umferð Pepsi-deildar karla lauk í gær með þremur leikjum. Breiðablik komst þá í fyrsta skipti á toppinn í 28 ár með góðum sigri á Selfossi.

ÍBV vann einnig sérstaklega góðan sigur, 2-0 á Stjörnunni sem hefur verið þekkt fyrir afbragðs sóknarleik sem sást ekki til í leiknum. Öflug vörn ÍBV sá til þess.

Öll mörkin úr umferðinni má sjá á Vísi í Brot af því besta horninu.

Hér fyrir neðan má svo sjá umfjallanir um alla leiki umferðarinnar.


Tengdar fréttir

Umfjöllun: Haukar nældu í stig í uppbótartíma

Haukar og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli í kvöld. Jöfnunarmark Kristjáns Ómars Björnssonar í uppbótartíma tryggði Haukum þeirra fyrsta stig á Vodafone-vellinum þetta sumarið.

Umfjöllun: Blikar loksins á toppinn

Blikar komu sér í kvöld á topp Pepsi-deildar karla með góðum 3-1 sigri á nýliðum Selfoss í tíundu umferð Pepsi-deildar karla.

Umfjöllun: Jafnt í Vígslunni er presturinn blessaði völlinn

Það var þéttsetið á nýja Sparisjóðvellinum í kvöld þegar að Keflvíkingar vígðu nýja völlinn sinn og gátu loksins spilað sinn fyrsta alvöru heimaleik í sumar. Liðin sættust á jafntefli í þessum glæsilega vígsluleik en bæði lið fengu góð tækifæri til að gera útum leikinn. Það vakti athygli að fyrir leik birtist prestur á miðjum velli sem blessaði völlinn fyrir heimamenn.

Umfjöllun: Jafntefli í fjörugum Reykjavíkurslag

Fram og Valur skildu í kvöld jöfn, 2-2, í fjörugum leik í Laugardalnum. Valsmenn komust 2-0 yfir í fyrri hálfleik en Framarar svöruðu fyrir sig og áttu góðan möguleika á að tryggja sér öll þrjú stigin sem í boði voru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×