Enski boltinn

Ferguson: Flott að halda markinu hreinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ferguson fylgist með leiknum í dag.
Ferguson fylgist með leiknum í dag.

Sir Alex Ferguson og lærisveinar hans hjá Man. Utd urðu að sætta sig við markalaust jafntefli gegn Sunderland í dag.

United spilaði ekki vel í dag og Ferguson sagðist því vera sáttur við stigið.

"Sunderland fékk betri færi í þessum en ég verð að segja að varnarleikurinn hjá okkur var samt frábær. Við höfum þurft að gera betur þar þannig að ég er ánægður með að við héldum markinu hreinu," sagði Ferguson sem hefur oft gert meiri kröfur til síns líðs.

"Það er auðvitað áhyggjuefni að við skulum ekki enn vera búnir að vinna útileik. Ég get ekki sagt að þessi leikur hafi valdið vonbrigðum því við þurftum að hafa fyrir stiginu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×