Þorvaldur Örlygsson: Leikurinn er 90 mínútur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2010 22:27 Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram. Framliðið er enn taplaust undir stjórn Þorvaldar Örlygssonar og náði í eitt stig í Árbænum í kvöld þrátt fyrir að hafa verið 2-0 undir þegar aðeins 5 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. „Við vorum 2-0 undir en fáum stig. Leikurinn er 90 mínútur og það er alveg leyfilegt að skora innan þeirra marka," sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram eftir leikinn. „Það er óhætt að segja það að útlitið hafi ekki verið bjart hjá okkur í þessum leik. Við fáum á okkur klaufalegt víti eftir aðeins eina mínútu. Við reynumst síðan að komast aftur inn í leikinn en þá fáum við á okkur mark sem margir vildu segja að það hafi verið brot á markverðinum okkar.Ég sá það ekki nógu vel en mínir leikmenn segja að þetta hafi verið vafasamt. Leikmenn Fylkis hlaupa mikið inn í mennina og það var því ekkert nýtt þar á bænum," sagði Þorvaldur en Hannes Þór Halldórsson, markvörður Fram vildi fá aukaspyrnu þegar hann missti af boltanum í aðdraganda seinna mark Fylkis. „Við vorum ráðvilltir eftir að við lentum 2-0 undir og kannski má segja að við höfum verið heppnir að komast inn með 2-0 í hálfleikinn. Við náðum að stilla strengina okkar og stilla okkur þannig að við vorum tilbúnir undir þriggja manna skiptingu þegar hún kæmi. Mér fannst við ná að skipuleggja leik okkar betur í seinni hálfleik og um leið og við náðum að skora eitt mark þá var möguleikinn kominn. Við tókum líka það mikla áhættu að við vorum alltaf í hættu að fá þriðja markið á okkur," sagði Þorvaldur. Þorvaldur setti Hjálmar Þórarinsson á bekkinn en hann kom inn á, skoraði tvö mörk og tryggði liðinu jafntefli í lokin. „Allir í hópnum eru að leggja sig fram og hann er ekkert öðruvísi. Hjálmar er frábær knattspyrnumaður og góður drengur. Hann vinnur sína vinnu hvort sem það er í 90 mínútur eða 45 mínútur. Allir strákarnir í liðinu eru sammála því að þeir ætla að leggja sig fram í sumar. Þeir munu halda því áfram en svo er bara að sjá hvort við náum inn úrslitum," sagði Þorvaldur. Framliðið hefur lent 2-0 undir í báðum útileikjum sínum á móti Blikum og Fylki en í bæði skiptin hefur liðið fengið stig út úr leikjunum. „Það sýnir smá styrk í liðinu að hafa komið tvisvar til baka eftir að hafa lent 2-0 undir. það sýnir líka að þú getir eitthvað. Menn hafa trú á sínum hæfileikum og á sínu liði. Ég vona svo sannarlega að við getum haldið því áfram. Stundum ganga hlutirnir ekki alltaf upp en á meðan leikurinn er í gangi þá reynir þú að berjast og að skapa færi," sagði Þorvaldur. „Það sjokkeraði okkur að fá á okkur þetta víti í upphafi leiks en það er svo sem ekkert nýtt því Fylkir fékk tólf víti í fyrra. Þeir eru mjög erfiðir eins og öll liðin í deildinni. Ég hefði verið mjög ánægður með það fyrir fram að fá stig hérna og ég er því mjög ánægður með að fá stig eftir leikinn," sagði Þorvaldur að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira
Framliðið er enn taplaust undir stjórn Þorvaldar Örlygssonar og náði í eitt stig í Árbænum í kvöld þrátt fyrir að hafa verið 2-0 undir þegar aðeins 5 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. „Við vorum 2-0 undir en fáum stig. Leikurinn er 90 mínútur og það er alveg leyfilegt að skora innan þeirra marka," sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram eftir leikinn. „Það er óhætt að segja það að útlitið hafi ekki verið bjart hjá okkur í þessum leik. Við fáum á okkur klaufalegt víti eftir aðeins eina mínútu. Við reynumst síðan að komast aftur inn í leikinn en þá fáum við á okkur mark sem margir vildu segja að það hafi verið brot á markverðinum okkar.Ég sá það ekki nógu vel en mínir leikmenn segja að þetta hafi verið vafasamt. Leikmenn Fylkis hlaupa mikið inn í mennina og það var því ekkert nýtt þar á bænum," sagði Þorvaldur en Hannes Þór Halldórsson, markvörður Fram vildi fá aukaspyrnu þegar hann missti af boltanum í aðdraganda seinna mark Fylkis. „Við vorum ráðvilltir eftir að við lentum 2-0 undir og kannski má segja að við höfum verið heppnir að komast inn með 2-0 í hálfleikinn. Við náðum að stilla strengina okkar og stilla okkur þannig að við vorum tilbúnir undir þriggja manna skiptingu þegar hún kæmi. Mér fannst við ná að skipuleggja leik okkar betur í seinni hálfleik og um leið og við náðum að skora eitt mark þá var möguleikinn kominn. Við tókum líka það mikla áhættu að við vorum alltaf í hættu að fá þriðja markið á okkur," sagði Þorvaldur. Þorvaldur setti Hjálmar Þórarinsson á bekkinn en hann kom inn á, skoraði tvö mörk og tryggði liðinu jafntefli í lokin. „Allir í hópnum eru að leggja sig fram og hann er ekkert öðruvísi. Hjálmar er frábær knattspyrnumaður og góður drengur. Hann vinnur sína vinnu hvort sem það er í 90 mínútur eða 45 mínútur. Allir strákarnir í liðinu eru sammála því að þeir ætla að leggja sig fram í sumar. Þeir munu halda því áfram en svo er bara að sjá hvort við náum inn úrslitum," sagði Þorvaldur. Framliðið hefur lent 2-0 undir í báðum útileikjum sínum á móti Blikum og Fylki en í bæði skiptin hefur liðið fengið stig út úr leikjunum. „Það sýnir smá styrk í liðinu að hafa komið tvisvar til baka eftir að hafa lent 2-0 undir. það sýnir líka að þú getir eitthvað. Menn hafa trú á sínum hæfileikum og á sínu liði. Ég vona svo sannarlega að við getum haldið því áfram. Stundum ganga hlutirnir ekki alltaf upp en á meðan leikurinn er í gangi þá reynir þú að berjast og að skapa færi," sagði Þorvaldur. „Það sjokkeraði okkur að fá á okkur þetta víti í upphafi leiks en það er svo sem ekkert nýtt því Fylkir fékk tólf víti í fyrra. Þeir eru mjög erfiðir eins og öll liðin í deildinni. Ég hefði verið mjög ánægður með það fyrir fram að fá stig hérna og ég er því mjög ánægður með að fá stig eftir leikinn," sagði Þorvaldur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira