Enski boltinn

Evra: Þurfum að vera reiðari

Patrice Evra
Patrice Evra Getty Images
Patrice Evra telur að félagar sínir í Manchester United þurfi að sýna meiri ákveðni og reiði. Liðið tapaði niður tveggja marka forystu gegn nýliðum West Brom í gær og gerði þar með fimmta jafnteflið á leiktíðinni.

„Við þurfum að vera reiðari. Að þetta skuli gerast einu sinni sleppur en nú er ég mættur aftur í viðtal til að ræða þetta. Við höfum val. Annað hvort sættum við okkur við að gera jafntefli eða gerum eitthvað í okkar málum," segir Evra sem skoraði sjálfsmark í gær.

„Við þrufum að sýna rétta andlit Manchester United, andlit karakters og persónuleika."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×