Enski boltinn

Mancini: Tevez þarf að fá hvíld

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Roberto Mancini, stjóri Man. City, er mikið í mun að sanna að City sé ekki bara eins manns lið og þess vegna ætlar hann að hvíla Carlos Tevez í vikunni.

Þá mun City spila gegn Lech Poznan í Evrópudeldinni. Tevez hefur spilað alla leiki City í vetur nema tvo. Hann hefur þess utan leikið með argentínska landsliðinu og Mancini segir nauðsynlegt fyrir hann að fá smá hvíld.

"Ég mun ræða við Carlos og við finnum út úr þessu. Hann þarf aðeins að hvíla sig og þessi leikur gæti verið fínn til þess. Carlos er okkar lykilmaður en það eru fleiri að standa sig vel," sagði Mancini.

"Adebayor hefur lagt hart að sér og svo er David Silva einnig að spila vel. Hann er frábær leikmaður."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×