Lífið

Leita að stúlkum til að bera brjóstin

Nana segir myndband Elektru ekki verða klámfengið – ekki frekar en síðasta myndband sem sýndi stúlkur spila flöskustút.
Nana segir myndband Elektru ekki verða klámfengið – ekki frekar en síðasta myndband sem sýndi stúlkur spila flöskustút.
„Ég veit ekki hvort það sé rétt að segja að við ætlum að ganga lengra – en við ætlum að halda okkar striki,“ segir Nana Alfreðsdóttir, söngkona hljómsveitar­innar Elektru.

Framleiðsla á myndbandi við nýjasta lag Elektru, Cobra on Heels, hefst á næstunni, en leit stendur yfir að stúlkum til að koma fram í myndbandinu. „Þetta verður rokk og ról. Við erum að leita að stelpum sem eru töffarar í sér og eru til í að koma fram berar að ofan. Alls konar stelpum, ekkert endilega einhverjum módelum,“ segir Nana.

Síðasta myndband Elektru við lagið I Don‘t Do Boys vakti talsverða athygli, en í stuttu máli fjallaði það um hóp stúlkna sem spiluðu flöskustút. Myndbandið hneykslaði einhverja en Nana segir að sér hafi ekki fundist það gróft. „Ég er vön því að sjá fólk kyssast í sjónvarpinu. Mér fannst það aldrei gróft,“ segir hún. „Það er eins með nýja myndbandið. Við erum ekki að gera eitthvað sem okkur finnst ógeðslegt, en miðað við að hitt sjokkeraði þá býst ég við að fólk tali um það.“

Nana gefur ekkert upp um efnistök myndbandsins og fullyrðir að ekki sé um klámfengið myndband að ræða. „Það verður enginn sleikur í nýja myndbandinu, en það verður nekt,“ segir hún. - afb





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.