Enski boltinn

Hitzlsperger frá í fjóra mánuði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Thomas Hitzlsperger í leik með West Ham í sumar.
Thomas Hitzlsperger í leik með West Ham í sumar. Nordic Photos / Getty Images

Þjóðverjinn Thomas Hitzlsperger, leikmaður West Ham, verður frá næstu fjóra mánuðina vegna meiðsla á lærvöðva.

Hitzlsperger var fyrsti maðurinn sem Avram Grant keypti til West Ham í sumar en hann hefur ekki enn náð að spila með félaginu í ensku úrvalsdeildinni.

Hann meiddist í leik með þýska landsliðinu í æfingaleik gegn Danmörku í ágúst síðastliðnum og hefur verið frá síðan.

Hann batt vonir við að geta byrjað aftur að spila fyrir lok október en nú er útlit fyrir að hann þurfi að fara í aðgerð vegna meiðslanna.

Hann lék á sínum tíma í fimm ár með Aston Villa en var síðast á mála hjá Lazio á Ítalíu.

West Ham hefur gengið illa í upphafi leiktíðar og er í neðsta sæti deildarinnar með fimm stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×