Björgunarafrek í eyðimörkinni 14. október 2010 06:00 Sebastian Pinera, forseti Síle, tók á móti fyrstu námamönnunum og faðmaði þá að sér. Nordicphotos/AFP Björgun 33 námuverkamanna í Síle hefur gengið eins og í sögu. Fyrsti maðurinn var hífður upp aðfaranótt þriðjudags og í gærkvöld var meirihluti þeirra laus úr prísundinni. Þeir síðustu verða væntanlega komnir upp á yfirborð jarðar fyrir hádegi í dag. Fyrstur upp á yfirborðið var Florencio Avalos, sem talinn var heilsuhraustastur mannanna. Honum var ákaft fagnað meðan hann faðmaði að sér sjö ára son sinn, eiginkonu sína og loks Sebastian Pineira forseta, sem hefur fylgst grannt með undirbúningi og aðdraganda björgunaraðgerðanna. Næstur kom Mario Sepulveda, lífsglaður maður sem talar hátt og lætur margt flakka. „Ég tel mig hafa verið ótrúlega heppinn,“ sagði hann. „Ég var með guði og með djöflinum, og ég valdi guð.“ Mönnunum hefur verið tekið eins og þjóðhetjum. Þrautseigja þeirra og samstaða hefur verið lofuð í hástert. Pineira forseti hefur meira að segja sagt þá eiga að vera þjóðinni til fyrirmyndar. Dvöl þeirra í meira en tvo mánuði í einangrun neðanjarðar hefur þó reynst þeim erfið. Fréttir hafa borist af harkalegum ágreiningi í hópnum og þeir eru sagðir hafa samþykkt að láta ekkert uppi um alvarleg atvik sem áttu sér stað fyrstu vikurnar. Eftir að mennirnir komu upp á yfirborðið hafa þeir allir verið settir á sjúkrabörur og þeir síðan fluttir stutta leið yfir í sjúkraskýli þar sem heilsufar þeirra er kannað. Þeir hafa síðan hver á fætur öðrum verið lagðir inn á sjúkrahús í Copiapo þar sem betur verður hugað að þeim næstu tvo sólarhringana. Stjórnvöld hafa heitið því að hugsa vel um mennina í hálft ár að minnsta kosti, og lengur ef einhverjir þeirra þurfa á frekari aðstoð að halda. Sálfræðingar telja fullvíst að þessi reynsla muni setja mark sitt á líf þeirra það sem eftir er. Mennirnir hafa verið innilokaðir á meira en 700 metra dýpi síðan 5. ágúst þegar námugöngin lokuðust. Enginn vissi hvort þeir væru á lífi fyrr en sautján dögum síðar, þegar þröng hola hafði verið boruð niður til þeirra. Þeim tókst að senda lítinn miða upp á yfirborðið þar sem á stóð, krotað með rauðu bleki: „Við erum hér í afdrepinu í góðu ástandi, allir 33.“ Mennirnir höfðu farið inn í afdrep í göngunum til að snæða hádegismat þegar hrunið varð hinn 5. ágúst. Hægt var að koma til þeirra samskiptabúnaði niður þröngu göngin og síðan var hafist handa við að bora göng sem væru nógu breið til að hægt væri að koma einum manni upp í einu. Sjálf björgunin hófst rétt fyrir miðnætti á miðvikudag, 69 dögum eftir að þeir lokuðust inni. Fyrst var björgunarmaður sendur niður í hylkinu, sem sérstaklega var hannað til að flytja mennina upp á yfirborðið. Eftir að fyrsti námumaðurinn var kominn upp fór sjúkraliði niður með hylkinu til að huga betur að heilsufari mannanna áður en þeir væru fluttir upp, og síðan komu þeir einn af öðrum upp á yfirborðið þar sem mannfjöldinn tók á móti þeim. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Björgun 33 námuverkamanna í Síle hefur gengið eins og í sögu. Fyrsti maðurinn var hífður upp aðfaranótt þriðjudags og í gærkvöld var meirihluti þeirra laus úr prísundinni. Þeir síðustu verða væntanlega komnir upp á yfirborð jarðar fyrir hádegi í dag. Fyrstur upp á yfirborðið var Florencio Avalos, sem talinn var heilsuhraustastur mannanna. Honum var ákaft fagnað meðan hann faðmaði að sér sjö ára son sinn, eiginkonu sína og loks Sebastian Pineira forseta, sem hefur fylgst grannt með undirbúningi og aðdraganda björgunaraðgerðanna. Næstur kom Mario Sepulveda, lífsglaður maður sem talar hátt og lætur margt flakka. „Ég tel mig hafa verið ótrúlega heppinn,“ sagði hann. „Ég var með guði og með djöflinum, og ég valdi guð.“ Mönnunum hefur verið tekið eins og þjóðhetjum. Þrautseigja þeirra og samstaða hefur verið lofuð í hástert. Pineira forseti hefur meira að segja sagt þá eiga að vera þjóðinni til fyrirmyndar. Dvöl þeirra í meira en tvo mánuði í einangrun neðanjarðar hefur þó reynst þeim erfið. Fréttir hafa borist af harkalegum ágreiningi í hópnum og þeir eru sagðir hafa samþykkt að láta ekkert uppi um alvarleg atvik sem áttu sér stað fyrstu vikurnar. Eftir að mennirnir komu upp á yfirborðið hafa þeir allir verið settir á sjúkrabörur og þeir síðan fluttir stutta leið yfir í sjúkraskýli þar sem heilsufar þeirra er kannað. Þeir hafa síðan hver á fætur öðrum verið lagðir inn á sjúkrahús í Copiapo þar sem betur verður hugað að þeim næstu tvo sólarhringana. Stjórnvöld hafa heitið því að hugsa vel um mennina í hálft ár að minnsta kosti, og lengur ef einhverjir þeirra þurfa á frekari aðstoð að halda. Sálfræðingar telja fullvíst að þessi reynsla muni setja mark sitt á líf þeirra það sem eftir er. Mennirnir hafa verið innilokaðir á meira en 700 metra dýpi síðan 5. ágúst þegar námugöngin lokuðust. Enginn vissi hvort þeir væru á lífi fyrr en sautján dögum síðar, þegar þröng hola hafði verið boruð niður til þeirra. Þeim tókst að senda lítinn miða upp á yfirborðið þar sem á stóð, krotað með rauðu bleki: „Við erum hér í afdrepinu í góðu ástandi, allir 33.“ Mennirnir höfðu farið inn í afdrep í göngunum til að snæða hádegismat þegar hrunið varð hinn 5. ágúst. Hægt var að koma til þeirra samskiptabúnaði niður þröngu göngin og síðan var hafist handa við að bora göng sem væru nógu breið til að hægt væri að koma einum manni upp í einu. Sjálf björgunin hófst rétt fyrir miðnætti á miðvikudag, 69 dögum eftir að þeir lokuðust inni. Fyrst var björgunarmaður sendur niður í hylkinu, sem sérstaklega var hannað til að flytja mennina upp á yfirborðið. Eftir að fyrsti námumaðurinn var kominn upp fór sjúkraliði niður með hylkinu til að huga betur að heilsufari mannanna áður en þeir væru fluttir upp, og síðan komu þeir einn af öðrum upp á yfirborðið þar sem mannfjöldinn tók á móti þeim. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira