Íslenski boltinn

Þórir: Keflvíkingar eru klárlega með varamarkmann

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Þórir er hér lengst til vinstri.
Þórir er hér lengst til vinstri. Fréttablaðið/E.Stefán
Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, tók þá ákvörðun að hafna beiðni Keflvíkinga um undanþágu til að fá markmann að láni vegna meiðsla Ómars Jóhannssonar.

"Það kemur fram á leikskýrslum Keflvíkinga að þeir hafa verið með tvo markmenn á skýrslu frá því mótið hófst. Það verður að treysta því að Keflvíkingar treysti þessum markverði til að taka við ef hinn meiðist," sagði Þórir um ákvörðunina við Vísi rétt í þessu.

"Þessi undanþága er aðeins til neyðarúrræða ef engin önnur úrræði eru til. Þarna eru þeir klárlega með varamarkmann sem hlýtur að vera ætlað að taka sæti hins ef hann meiðist," sagði Þórir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×