Hermann í tárum - Ferillinn í hættu? Hjalti Þór Hreinsson skrifar 29. mars 2010 10:30 Hermann féll niður án þess að nokkur væri nálægt honum í leiknum og meiddist illa. Nordicphotos/Getty Images Óvíst er hver næstu skref Hermanns Hreiðarssonar verða. Landsliðsfyrirliðinn meiddist illa um helgina og var borinn af velli með súrefnisgrímu í tapinu gegn Tottenham. Harðjaxlinn kallar ekki allt ömmu sína, sem væri enda óeðlilegt, en Harry Redknapp góðvinur Hermanns segist hafa séð hann gráta eftir leikinn. Það geta ekki verið annað en eðlileg viðbrögð, bæði sökum gnístandi sársauka við að slíta hásin, ein verstu meiðsli sem íþróttamaður getur lent í, og sökum framtíðarinnar. Hinn 36 ára gamall Hermann er á sölulista eins og aðrir leikmenn Portsmouth og verður samningslaus í sumar. Eins og tímabilið hafi ekki verið nógu erfitt fyrir Hermann gerist þetta á versta tíma. Félagið er reyndar svo gott sem fallið úr deildinni en það á undanúrslitaleik í FA-bikarnum eftir, einmitt gegn Tottenham. „Ég fór og talaði við Hermann og ég var sorgmæddur að sjá hann svona. Hann var í tárum," sagði Redknapp um Eyjamanninn síkáta. Hann bætti við að leikmenn hefðu heyrt þegar hásinin slitnaði. „Þetta var eins og að heyra byssu skotið af." Hermann mun því falla með sínu fimmta félagi, að öllum líkindum, án þess að geta gert nokkuð í því. Ekki það sem þessi mikli keppnismaður vildi. „Hann er frábær maður, ótrúlegur karakter," sagði Redknapp sem stýrði Portsmouth til sigurs í FA bikarnum árið 2008 með Hermann fremstan í flokki. „Fyrir úrslitaleikinn fórum við saman á föstudeginum. Við fórum á ítalskan veitingastað og Hermann fór í karaoke en hann á stórkostlegan Elvis-búning, þennan hvíta með stóru öxlunum." „Röddin hans er alveg djöfulleg en tilþrif hans eru frábær. Við eigum heima nálægt hvor öðrum og ég er kannski úti að borða með konunni þegar ég sé hann með sínum íslensku vinum þar sem þau eru að syngja ABBA lög." „Eftir sigurinn í FA bikarnum vorum við að fagna á rútunni þegar hann byrjaði að ýta Gaydamak út af henni. Ég þurfti segja við hann: „Hann er eigandinn!" Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Sjá meira
Óvíst er hver næstu skref Hermanns Hreiðarssonar verða. Landsliðsfyrirliðinn meiddist illa um helgina og var borinn af velli með súrefnisgrímu í tapinu gegn Tottenham. Harðjaxlinn kallar ekki allt ömmu sína, sem væri enda óeðlilegt, en Harry Redknapp góðvinur Hermanns segist hafa séð hann gráta eftir leikinn. Það geta ekki verið annað en eðlileg viðbrögð, bæði sökum gnístandi sársauka við að slíta hásin, ein verstu meiðsli sem íþróttamaður getur lent í, og sökum framtíðarinnar. Hinn 36 ára gamall Hermann er á sölulista eins og aðrir leikmenn Portsmouth og verður samningslaus í sumar. Eins og tímabilið hafi ekki verið nógu erfitt fyrir Hermann gerist þetta á versta tíma. Félagið er reyndar svo gott sem fallið úr deildinni en það á undanúrslitaleik í FA-bikarnum eftir, einmitt gegn Tottenham. „Ég fór og talaði við Hermann og ég var sorgmæddur að sjá hann svona. Hann var í tárum," sagði Redknapp um Eyjamanninn síkáta. Hann bætti við að leikmenn hefðu heyrt þegar hásinin slitnaði. „Þetta var eins og að heyra byssu skotið af." Hermann mun því falla með sínu fimmta félagi, að öllum líkindum, án þess að geta gert nokkuð í því. Ekki það sem þessi mikli keppnismaður vildi. „Hann er frábær maður, ótrúlegur karakter," sagði Redknapp sem stýrði Portsmouth til sigurs í FA bikarnum árið 2008 með Hermann fremstan í flokki. „Fyrir úrslitaleikinn fórum við saman á föstudeginum. Við fórum á ítalskan veitingastað og Hermann fór í karaoke en hann á stórkostlegan Elvis-búning, þennan hvíta með stóru öxlunum." „Röddin hans er alveg djöfulleg en tilþrif hans eru frábær. Við eigum heima nálægt hvor öðrum og ég er kannski úti að borða með konunni þegar ég sé hann með sínum íslensku vinum þar sem þau eru að syngja ABBA lög." „Eftir sigurinn í FA bikarnum vorum við að fagna á rútunni þegar hann byrjaði að ýta Gaydamak út af henni. Ég þurfti segja við hann: „Hann er eigandinn!"
Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Sjá meira