Hermann í tárum - Ferillinn í hættu? Hjalti Þór Hreinsson skrifar 29. mars 2010 10:30 Hermann féll niður án þess að nokkur væri nálægt honum í leiknum og meiddist illa. Nordicphotos/Getty Images Óvíst er hver næstu skref Hermanns Hreiðarssonar verða. Landsliðsfyrirliðinn meiddist illa um helgina og var borinn af velli með súrefnisgrímu í tapinu gegn Tottenham. Harðjaxlinn kallar ekki allt ömmu sína, sem væri enda óeðlilegt, en Harry Redknapp góðvinur Hermanns segist hafa séð hann gráta eftir leikinn. Það geta ekki verið annað en eðlileg viðbrögð, bæði sökum gnístandi sársauka við að slíta hásin, ein verstu meiðsli sem íþróttamaður getur lent í, og sökum framtíðarinnar. Hinn 36 ára gamall Hermann er á sölulista eins og aðrir leikmenn Portsmouth og verður samningslaus í sumar. Eins og tímabilið hafi ekki verið nógu erfitt fyrir Hermann gerist þetta á versta tíma. Félagið er reyndar svo gott sem fallið úr deildinni en það á undanúrslitaleik í FA-bikarnum eftir, einmitt gegn Tottenham. „Ég fór og talaði við Hermann og ég var sorgmæddur að sjá hann svona. Hann var í tárum," sagði Redknapp um Eyjamanninn síkáta. Hann bætti við að leikmenn hefðu heyrt þegar hásinin slitnaði. „Þetta var eins og að heyra byssu skotið af." Hermann mun því falla með sínu fimmta félagi, að öllum líkindum, án þess að geta gert nokkuð í því. Ekki það sem þessi mikli keppnismaður vildi. „Hann er frábær maður, ótrúlegur karakter," sagði Redknapp sem stýrði Portsmouth til sigurs í FA bikarnum árið 2008 með Hermann fremstan í flokki. „Fyrir úrslitaleikinn fórum við saman á föstudeginum. Við fórum á ítalskan veitingastað og Hermann fór í karaoke en hann á stórkostlegan Elvis-búning, þennan hvíta með stóru öxlunum." „Röddin hans er alveg djöfulleg en tilþrif hans eru frábær. Við eigum heima nálægt hvor öðrum og ég er kannski úti að borða með konunni þegar ég sé hann með sínum íslensku vinum þar sem þau eru að syngja ABBA lög." „Eftir sigurinn í FA bikarnum vorum við að fagna á rútunni þegar hann byrjaði að ýta Gaydamak út af henni. Ég þurfti segja við hann: „Hann er eigandinn!" Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Sjá meira
Óvíst er hver næstu skref Hermanns Hreiðarssonar verða. Landsliðsfyrirliðinn meiddist illa um helgina og var borinn af velli með súrefnisgrímu í tapinu gegn Tottenham. Harðjaxlinn kallar ekki allt ömmu sína, sem væri enda óeðlilegt, en Harry Redknapp góðvinur Hermanns segist hafa séð hann gráta eftir leikinn. Það geta ekki verið annað en eðlileg viðbrögð, bæði sökum gnístandi sársauka við að slíta hásin, ein verstu meiðsli sem íþróttamaður getur lent í, og sökum framtíðarinnar. Hinn 36 ára gamall Hermann er á sölulista eins og aðrir leikmenn Portsmouth og verður samningslaus í sumar. Eins og tímabilið hafi ekki verið nógu erfitt fyrir Hermann gerist þetta á versta tíma. Félagið er reyndar svo gott sem fallið úr deildinni en það á undanúrslitaleik í FA-bikarnum eftir, einmitt gegn Tottenham. „Ég fór og talaði við Hermann og ég var sorgmæddur að sjá hann svona. Hann var í tárum," sagði Redknapp um Eyjamanninn síkáta. Hann bætti við að leikmenn hefðu heyrt þegar hásinin slitnaði. „Þetta var eins og að heyra byssu skotið af." Hermann mun því falla með sínu fimmta félagi, að öllum líkindum, án þess að geta gert nokkuð í því. Ekki það sem þessi mikli keppnismaður vildi. „Hann er frábær maður, ótrúlegur karakter," sagði Redknapp sem stýrði Portsmouth til sigurs í FA bikarnum árið 2008 með Hermann fremstan í flokki. „Fyrir úrslitaleikinn fórum við saman á föstudeginum. Við fórum á ítalskan veitingastað og Hermann fór í karaoke en hann á stórkostlegan Elvis-búning, þennan hvíta með stóru öxlunum." „Röddin hans er alveg djöfulleg en tilþrif hans eru frábær. Við eigum heima nálægt hvor öðrum og ég er kannski úti að borða með konunni þegar ég sé hann með sínum íslensku vinum þar sem þau eru að syngja ABBA lög." „Eftir sigurinn í FA bikarnum vorum við að fagna á rútunni þegar hann byrjaði að ýta Gaydamak út af henni. Ég þurfti segja við hann: „Hann er eigandinn!"
Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Sjá meira