Umfjöllun: Sanngjörn niðurstaða á Hlíðarenda Elvar Geir Magnússon skrifar 10. maí 2010 18:15 Gunnar Már Guðmundsson í baráttu við Hauk Pál Sigurðsson í kvöld. Mynd/Stefán Valur og FH skildu jöfn, 2-2, í opnunarleik Pepsi-deildar karla á Vodafone-vellinum í kvöld, en Valsmenn komust tvívegis yfir í leiknum. Jafnræði var með liðunum í leiknum og jafnteflið sanngjörn niðurstaða. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað en fyrsta alvöru færið fengu heimamenn. Arnar Sveinn Geirsson sendi þá á danska sóknarmanninn Danni König sem var kominn í ákjósanlegt færi en Gunnleifur Gunnleifsson varði í markinu. Arnar lagði svo aftur upp á König á 36. mínútu en að þessu sinni náði Gunnleifur ekki að verja og staðan orðin 1-0. Fram að þessu marki hafði ekki mikið merkilegt gerst en markið opnaði leikinn. Aðeins þremur mínútum eftir mark König náði FH að jafna í 1-1. Atli Viðar Björnsson skoraði eftir að Hákon Atli Hallfreðsson hafði vippað boltanum skemmtilega yfir vörn Valsmanna. FH-ingar voru síðan sterkara liðið út hálfleikinn en staðan 1-1 þegar Kristinn Jakobsson flautaði til hálfleiks. Valsmenn lögðu sig alla fram gegn Íslandsmeisturunum og komust yfir á 66. mínútu. Varnarlína FH var ansi óörugg í leiknum og Freyr Bjarnason gerði herfileg mistök sem kostaði mark. Arnar Sveinn kórónaði flottan leik sinn með því að skora. En FH-ingar áttu lokaorðið á 83. mínútu. Reynir Leósson var þá dæmdur brotlegur innan teigs eftir að Matthías Vilhjálmsson hafði fallið. Gunnar Már Guðmundsson, fyrrum herra Fjölnir, steig á punktinn. Spyrna hans var slök en Kjartan Sturluson, markvörður Vals, náði þó ekki að verja og úrslitin 2-2. FH var án Atla Guðnasonar sem er meiddur og horfði á í stúkunni. Fleiri lykilmenn hafa átt við meiðsli að stríða og Matthías og Hjörtur Logi Valgarðsson byrjuðu báðir á bekknum. Í vörnina var mættur ungur strákur, Hafþór Þrastarson. FH-ingar náðu ekki upp nægilega góðu flæði í leik sinn, áttu ágætis rispur en voru heilt yfir langt frá sínu besta. Valsmenn börðust vel. Stígandi var í leik þeirra á undirbúningstímabilinu og þeir geta gert mun betri hluti en spár hafa sagt til um. Leikurinn var allavega fínasta skemmtun og lofar góðu varðandi fótboltasumarið sem nú er hafið. Valur - FH 2-21-0 Danni König (36.) 1-1 Atli Viðar Björnsson (39.) 2-1 Arnar Sveinn Geirsson (66.) 2-2 Gunnar Már Guðmundsson (víti 82.) Áhorfendur: 1.796Dómari: Kristinn Jakobsson 7 Skot (á mark): 7-10 (4-6)Varin skot: Kjartan 4 - Gunnleifur 2Horn: 10-8Aukaspyrnur fengnar: 12-9Rangstöður: 4-2 Valur 4-3-3 Kjartan Sturluson 6 Stefán Eggertsson 5 Atli Sveinn Þórarinsson 6 Reynir Leósson 5 Martin Pederson 6 Haukur Páll Sigurðsson 7 Ian Jeffs 6 (85. Sigurbjörn Hreiðarsson -) Rúnar Már Sigurjónsson 5 Baldur Aðalsteinsson 7 (77. Hafþór Ægir Vilhjálmsson -) Arnar Sveinn Geirsson 8* - Maður leiksins Danni König 7 (82. Viktor Unnar Illugason -)FH 4-3-3 Gunnleifur Gunnleifsson 6 Guðmundur Sævarsson 6 Pétur Viðarsson 5 Hafþór Þrastarson 5 Freyr Bjarnason 4 Gunnar Már Guðmundsson 6 Björn Daníel Sverrisson 6 Hákon Atli Hallfreðsson 6 (57. Matthías Vilhjámsson 6) Ólafur Páll Snorrason 7 Atli Viðar Björnsson 7 (79. Hjörtur Logi Valgarðsson -) Torger Motland 5 Smelltu hér til að opna Boltavaktina: Valur - FH. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Gunnleifur: Verðum að gera betur Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður FH, segir að liðið þurfi að fara yfir ýmislegt eftir jafnteflið gegn Val í kvöld 2-2. 10. maí 2010 22:08 Gunnlaugur: Nokkuð gott hjá okkur Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Vals, var ánægður með frammistöðu síns liðs gegn FH í kvöld. Hann var þó svekktur yfir því að hafa ekki náð öllum stigunum. 10. maí 2010 21:57 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Fleiri fréttir KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Sjá meira
Valur og FH skildu jöfn, 2-2, í opnunarleik Pepsi-deildar karla á Vodafone-vellinum í kvöld, en Valsmenn komust tvívegis yfir í leiknum. Jafnræði var með liðunum í leiknum og jafnteflið sanngjörn niðurstaða. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað en fyrsta alvöru færið fengu heimamenn. Arnar Sveinn Geirsson sendi þá á danska sóknarmanninn Danni König sem var kominn í ákjósanlegt færi en Gunnleifur Gunnleifsson varði í markinu. Arnar lagði svo aftur upp á König á 36. mínútu en að þessu sinni náði Gunnleifur ekki að verja og staðan orðin 1-0. Fram að þessu marki hafði ekki mikið merkilegt gerst en markið opnaði leikinn. Aðeins þremur mínútum eftir mark König náði FH að jafna í 1-1. Atli Viðar Björnsson skoraði eftir að Hákon Atli Hallfreðsson hafði vippað boltanum skemmtilega yfir vörn Valsmanna. FH-ingar voru síðan sterkara liðið út hálfleikinn en staðan 1-1 þegar Kristinn Jakobsson flautaði til hálfleiks. Valsmenn lögðu sig alla fram gegn Íslandsmeisturunum og komust yfir á 66. mínútu. Varnarlína FH var ansi óörugg í leiknum og Freyr Bjarnason gerði herfileg mistök sem kostaði mark. Arnar Sveinn kórónaði flottan leik sinn með því að skora. En FH-ingar áttu lokaorðið á 83. mínútu. Reynir Leósson var þá dæmdur brotlegur innan teigs eftir að Matthías Vilhjálmsson hafði fallið. Gunnar Már Guðmundsson, fyrrum herra Fjölnir, steig á punktinn. Spyrna hans var slök en Kjartan Sturluson, markvörður Vals, náði þó ekki að verja og úrslitin 2-2. FH var án Atla Guðnasonar sem er meiddur og horfði á í stúkunni. Fleiri lykilmenn hafa átt við meiðsli að stríða og Matthías og Hjörtur Logi Valgarðsson byrjuðu báðir á bekknum. Í vörnina var mættur ungur strákur, Hafþór Þrastarson. FH-ingar náðu ekki upp nægilega góðu flæði í leik sinn, áttu ágætis rispur en voru heilt yfir langt frá sínu besta. Valsmenn börðust vel. Stígandi var í leik þeirra á undirbúningstímabilinu og þeir geta gert mun betri hluti en spár hafa sagt til um. Leikurinn var allavega fínasta skemmtun og lofar góðu varðandi fótboltasumarið sem nú er hafið. Valur - FH 2-21-0 Danni König (36.) 1-1 Atli Viðar Björnsson (39.) 2-1 Arnar Sveinn Geirsson (66.) 2-2 Gunnar Már Guðmundsson (víti 82.) Áhorfendur: 1.796Dómari: Kristinn Jakobsson 7 Skot (á mark): 7-10 (4-6)Varin skot: Kjartan 4 - Gunnleifur 2Horn: 10-8Aukaspyrnur fengnar: 12-9Rangstöður: 4-2 Valur 4-3-3 Kjartan Sturluson 6 Stefán Eggertsson 5 Atli Sveinn Þórarinsson 6 Reynir Leósson 5 Martin Pederson 6 Haukur Páll Sigurðsson 7 Ian Jeffs 6 (85. Sigurbjörn Hreiðarsson -) Rúnar Már Sigurjónsson 5 Baldur Aðalsteinsson 7 (77. Hafþór Ægir Vilhjálmsson -) Arnar Sveinn Geirsson 8* - Maður leiksins Danni König 7 (82. Viktor Unnar Illugason -)FH 4-3-3 Gunnleifur Gunnleifsson 6 Guðmundur Sævarsson 6 Pétur Viðarsson 5 Hafþór Þrastarson 5 Freyr Bjarnason 4 Gunnar Már Guðmundsson 6 Björn Daníel Sverrisson 6 Hákon Atli Hallfreðsson 6 (57. Matthías Vilhjámsson 6) Ólafur Páll Snorrason 7 Atli Viðar Björnsson 7 (79. Hjörtur Logi Valgarðsson -) Torger Motland 5 Smelltu hér til að opna Boltavaktina: Valur - FH.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Gunnleifur: Verðum að gera betur Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður FH, segir að liðið þurfi að fara yfir ýmislegt eftir jafnteflið gegn Val í kvöld 2-2. 10. maí 2010 22:08 Gunnlaugur: Nokkuð gott hjá okkur Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Vals, var ánægður með frammistöðu síns liðs gegn FH í kvöld. Hann var þó svekktur yfir því að hafa ekki náð öllum stigunum. 10. maí 2010 21:57 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Fleiri fréttir KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Sjá meira
Gunnleifur: Verðum að gera betur Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður FH, segir að liðið þurfi að fara yfir ýmislegt eftir jafnteflið gegn Val í kvöld 2-2. 10. maí 2010 22:08
Gunnlaugur: Nokkuð gott hjá okkur Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Vals, var ánægður með frammistöðu síns liðs gegn FH í kvöld. Hann var þó svekktur yfir því að hafa ekki náð öllum stigunum. 10. maí 2010 21:57