Umfjöllun: Sanngjörn niðurstaða á Hlíðarenda Elvar Geir Magnússon skrifar 10. maí 2010 18:15 Gunnar Már Guðmundsson í baráttu við Hauk Pál Sigurðsson í kvöld. Mynd/Stefán Valur og FH skildu jöfn, 2-2, í opnunarleik Pepsi-deildar karla á Vodafone-vellinum í kvöld, en Valsmenn komust tvívegis yfir í leiknum. Jafnræði var með liðunum í leiknum og jafnteflið sanngjörn niðurstaða. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað en fyrsta alvöru færið fengu heimamenn. Arnar Sveinn Geirsson sendi þá á danska sóknarmanninn Danni König sem var kominn í ákjósanlegt færi en Gunnleifur Gunnleifsson varði í markinu. Arnar lagði svo aftur upp á König á 36. mínútu en að þessu sinni náði Gunnleifur ekki að verja og staðan orðin 1-0. Fram að þessu marki hafði ekki mikið merkilegt gerst en markið opnaði leikinn. Aðeins þremur mínútum eftir mark König náði FH að jafna í 1-1. Atli Viðar Björnsson skoraði eftir að Hákon Atli Hallfreðsson hafði vippað boltanum skemmtilega yfir vörn Valsmanna. FH-ingar voru síðan sterkara liðið út hálfleikinn en staðan 1-1 þegar Kristinn Jakobsson flautaði til hálfleiks. Valsmenn lögðu sig alla fram gegn Íslandsmeisturunum og komust yfir á 66. mínútu. Varnarlína FH var ansi óörugg í leiknum og Freyr Bjarnason gerði herfileg mistök sem kostaði mark. Arnar Sveinn kórónaði flottan leik sinn með því að skora. En FH-ingar áttu lokaorðið á 83. mínútu. Reynir Leósson var þá dæmdur brotlegur innan teigs eftir að Matthías Vilhjálmsson hafði fallið. Gunnar Már Guðmundsson, fyrrum herra Fjölnir, steig á punktinn. Spyrna hans var slök en Kjartan Sturluson, markvörður Vals, náði þó ekki að verja og úrslitin 2-2. FH var án Atla Guðnasonar sem er meiddur og horfði á í stúkunni. Fleiri lykilmenn hafa átt við meiðsli að stríða og Matthías og Hjörtur Logi Valgarðsson byrjuðu báðir á bekknum. Í vörnina var mættur ungur strákur, Hafþór Þrastarson. FH-ingar náðu ekki upp nægilega góðu flæði í leik sinn, áttu ágætis rispur en voru heilt yfir langt frá sínu besta. Valsmenn börðust vel. Stígandi var í leik þeirra á undirbúningstímabilinu og þeir geta gert mun betri hluti en spár hafa sagt til um. Leikurinn var allavega fínasta skemmtun og lofar góðu varðandi fótboltasumarið sem nú er hafið. Valur - FH 2-21-0 Danni König (36.) 1-1 Atli Viðar Björnsson (39.) 2-1 Arnar Sveinn Geirsson (66.) 2-2 Gunnar Már Guðmundsson (víti 82.) Áhorfendur: 1.796Dómari: Kristinn Jakobsson 7 Skot (á mark): 7-10 (4-6)Varin skot: Kjartan 4 - Gunnleifur 2Horn: 10-8Aukaspyrnur fengnar: 12-9Rangstöður: 4-2 Valur 4-3-3 Kjartan Sturluson 6 Stefán Eggertsson 5 Atli Sveinn Þórarinsson 6 Reynir Leósson 5 Martin Pederson 6 Haukur Páll Sigurðsson 7 Ian Jeffs 6 (85. Sigurbjörn Hreiðarsson -) Rúnar Már Sigurjónsson 5 Baldur Aðalsteinsson 7 (77. Hafþór Ægir Vilhjálmsson -) Arnar Sveinn Geirsson 8* - Maður leiksins Danni König 7 (82. Viktor Unnar Illugason -)FH 4-3-3 Gunnleifur Gunnleifsson 6 Guðmundur Sævarsson 6 Pétur Viðarsson 5 Hafþór Þrastarson 5 Freyr Bjarnason 4 Gunnar Már Guðmundsson 6 Björn Daníel Sverrisson 6 Hákon Atli Hallfreðsson 6 (57. Matthías Vilhjámsson 6) Ólafur Páll Snorrason 7 Atli Viðar Björnsson 7 (79. Hjörtur Logi Valgarðsson -) Torger Motland 5 Smelltu hér til að opna Boltavaktina: Valur - FH. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Gunnleifur: Verðum að gera betur Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður FH, segir að liðið þurfi að fara yfir ýmislegt eftir jafnteflið gegn Val í kvöld 2-2. 10. maí 2010 22:08 Gunnlaugur: Nokkuð gott hjá okkur Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Vals, var ánægður með frammistöðu síns liðs gegn FH í kvöld. Hann var þó svekktur yfir því að hafa ekki náð öllum stigunum. 10. maí 2010 21:57 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira
Valur og FH skildu jöfn, 2-2, í opnunarleik Pepsi-deildar karla á Vodafone-vellinum í kvöld, en Valsmenn komust tvívegis yfir í leiknum. Jafnræði var með liðunum í leiknum og jafnteflið sanngjörn niðurstaða. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað en fyrsta alvöru færið fengu heimamenn. Arnar Sveinn Geirsson sendi þá á danska sóknarmanninn Danni König sem var kominn í ákjósanlegt færi en Gunnleifur Gunnleifsson varði í markinu. Arnar lagði svo aftur upp á König á 36. mínútu en að þessu sinni náði Gunnleifur ekki að verja og staðan orðin 1-0. Fram að þessu marki hafði ekki mikið merkilegt gerst en markið opnaði leikinn. Aðeins þremur mínútum eftir mark König náði FH að jafna í 1-1. Atli Viðar Björnsson skoraði eftir að Hákon Atli Hallfreðsson hafði vippað boltanum skemmtilega yfir vörn Valsmanna. FH-ingar voru síðan sterkara liðið út hálfleikinn en staðan 1-1 þegar Kristinn Jakobsson flautaði til hálfleiks. Valsmenn lögðu sig alla fram gegn Íslandsmeisturunum og komust yfir á 66. mínútu. Varnarlína FH var ansi óörugg í leiknum og Freyr Bjarnason gerði herfileg mistök sem kostaði mark. Arnar Sveinn kórónaði flottan leik sinn með því að skora. En FH-ingar áttu lokaorðið á 83. mínútu. Reynir Leósson var þá dæmdur brotlegur innan teigs eftir að Matthías Vilhjálmsson hafði fallið. Gunnar Már Guðmundsson, fyrrum herra Fjölnir, steig á punktinn. Spyrna hans var slök en Kjartan Sturluson, markvörður Vals, náði þó ekki að verja og úrslitin 2-2. FH var án Atla Guðnasonar sem er meiddur og horfði á í stúkunni. Fleiri lykilmenn hafa átt við meiðsli að stríða og Matthías og Hjörtur Logi Valgarðsson byrjuðu báðir á bekknum. Í vörnina var mættur ungur strákur, Hafþór Þrastarson. FH-ingar náðu ekki upp nægilega góðu flæði í leik sinn, áttu ágætis rispur en voru heilt yfir langt frá sínu besta. Valsmenn börðust vel. Stígandi var í leik þeirra á undirbúningstímabilinu og þeir geta gert mun betri hluti en spár hafa sagt til um. Leikurinn var allavega fínasta skemmtun og lofar góðu varðandi fótboltasumarið sem nú er hafið. Valur - FH 2-21-0 Danni König (36.) 1-1 Atli Viðar Björnsson (39.) 2-1 Arnar Sveinn Geirsson (66.) 2-2 Gunnar Már Guðmundsson (víti 82.) Áhorfendur: 1.796Dómari: Kristinn Jakobsson 7 Skot (á mark): 7-10 (4-6)Varin skot: Kjartan 4 - Gunnleifur 2Horn: 10-8Aukaspyrnur fengnar: 12-9Rangstöður: 4-2 Valur 4-3-3 Kjartan Sturluson 6 Stefán Eggertsson 5 Atli Sveinn Þórarinsson 6 Reynir Leósson 5 Martin Pederson 6 Haukur Páll Sigurðsson 7 Ian Jeffs 6 (85. Sigurbjörn Hreiðarsson -) Rúnar Már Sigurjónsson 5 Baldur Aðalsteinsson 7 (77. Hafþór Ægir Vilhjálmsson -) Arnar Sveinn Geirsson 8* - Maður leiksins Danni König 7 (82. Viktor Unnar Illugason -)FH 4-3-3 Gunnleifur Gunnleifsson 6 Guðmundur Sævarsson 6 Pétur Viðarsson 5 Hafþór Þrastarson 5 Freyr Bjarnason 4 Gunnar Már Guðmundsson 6 Björn Daníel Sverrisson 6 Hákon Atli Hallfreðsson 6 (57. Matthías Vilhjámsson 6) Ólafur Páll Snorrason 7 Atli Viðar Björnsson 7 (79. Hjörtur Logi Valgarðsson -) Torger Motland 5 Smelltu hér til að opna Boltavaktina: Valur - FH.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Gunnleifur: Verðum að gera betur Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður FH, segir að liðið þurfi að fara yfir ýmislegt eftir jafnteflið gegn Val í kvöld 2-2. 10. maí 2010 22:08 Gunnlaugur: Nokkuð gott hjá okkur Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Vals, var ánægður með frammistöðu síns liðs gegn FH í kvöld. Hann var þó svekktur yfir því að hafa ekki náð öllum stigunum. 10. maí 2010 21:57 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira
Gunnleifur: Verðum að gera betur Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður FH, segir að liðið þurfi að fara yfir ýmislegt eftir jafnteflið gegn Val í kvöld 2-2. 10. maí 2010 22:08
Gunnlaugur: Nokkuð gott hjá okkur Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Vals, var ánægður með frammistöðu síns liðs gegn FH í kvöld. Hann var þó svekktur yfir því að hafa ekki náð öllum stigunum. 10. maí 2010 21:57