Fótbolti

Man United og Barcelona mætast í Bandaríkjunum næsta sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Manchester United og Barcelona léku til úrslita í Meistaradeildinni 2009. Hér er Lionel Messi búinn að skora.
Manchester United og Barcelona léku til úrslita í Meistaradeildinni 2009. Hér er Lionel Messi búinn að skora. Mynd/Nordic Photos/Getty
Það verður sannkallaður stórleikur á undirbúningstímabilinu fyrir næsta tímabil því Manchester United og Barcelona verða þá bæði í æfingaferð í Bandaríkjunum og hafa ákveðið mætast í æfingaleik 30.júlí.

Manchester United og Barcelona spiluðu til úrslita í Meistaradeildinni árið 2009 og þá hafði Barcelona betur 2-0. Liðin gætu hugsanlega mæst í Meistaradeildinni áður en kemur að leiknum næsta sumar en United dróst á móti Marseille í 16 liða úrslitum keppninnar en Barcelona mætir þar Arsenal.

Barcelona mun einnig spila við AC Milan og lið Club America frá Mexíkó í þessari æfingaferð liðsins til Bandaríkjanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×