Enski boltinn

Silva: Enska deildin skemmtilegri en sú spænska

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
David Silva.
David Silva.

Spænski landsliðsmaðurinn David Silva virðist njóta lífsins í ensku úrvalsdeildinni því hann segir hana vera skemmtilegri en spænska úrvalsdeildin. Silva segist njóta þess mun meira að spila í ensku deildinni.

"Barcelona og Real Madrid eru í sérflokki á Spáni en hérna á Englandi er miklu harðari barátta. Það geta fjölmörg lið blandað sér í toppslaginn. Deildin er því skemmtilegra og maður nýtur þess mun meira að spila í svona deild," sagði Silva sem kom til Man. City frá Valencia síðasta sumar.

"Mér hefur gengið vel að aðlagast en ég er þakklátur liðsfélögum mínum sem hafa verið afar hjálpsamir og séð til þess að mér liði vel frá fyrsta degi," sagði Silva og bætti við að hann hafi alltaf langað að spila í ensku úrvalsdeildinni.

Þess vegna hafi hann aldrei sótt það fast að komast til Real Madrid þó svo félagið hafi sýnt honum áhuga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×