Enski boltinn

Eiður orðaður við Aston Villa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. Mynd/Vilhelm

Enska götublaðið The Sun fullyrðir í dag að Aston Villa hafi áhuga á að fá Eið Smára Guðohnsen í sínar raðir.

Eiður Smári er á mála hjá AS Monaco í Frakklandi en var á láni hjá Tottenham á síðari hluta tímabilsins. Tottenham varð í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar og tryggði sér þar með þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu.

Eiður er samningsbundinn Monaco í eitt ár til viðbótar en er sagður hafa áhuga á að vera áfram í ensku úrvalsdeildinni. Nú er Martin O'Neill, stjóri Aston Villa, sagður vilja fá hann að láni á næsta tímabili.

Emile Heskey hefur ekki verið í náðinni hjá O'Neill að undanförnu og gæti verið á leið annað, sérstaklega ef Eiður Smári kemur til liðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×