Fótbolti

Eggert spilaði allan leikinn í góðum sigri Hearts

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Landsliðsmaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson spilaði allan leikinn fyrir Hearts í dag er það skellti St. Mirren, 3-0, í skosku úrvalsdeildinni í dag.

Rudi Skacel var í flottu formi hjá Hearts í dag og skoraði öll mörk leiksins.

Hearts er í fjórða sæti deildarinnar en samt heilum tíu stigum á eftir Celtic og Rangers sem mætast á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×