Enski boltinn

Hughes: Manchester City væri í betri málum með mig sem stjóra

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mark Hughes, stjóri Fulham.
Mark Hughes, stjóri Fulham. Mynd/AFP
Mark Hughes, núverandi stjóri Fulham, hefur gert lítið úr árangri Ítalans Roberto Mancini, eftirmanns Hughes hjá Manchester City og er viss um að Manchester City væri í betri málum með hann sem stjóra.

Mancini eyddi um 135 milljónum punda í leikmenn í sumar en liðið er engu að síður með sama stigafjölda og liðið var með undir stjórn Hughes á sama tíma í fyrra.

„Þeir breyttu um stjóra af því að þeir vildu flýta fyrir að liðið kæmist í fremstu röð. Það virðist ekki hafa orðið raunin," sagði Mark Hughes sem var rekinn frá City í desember fyrir ári síðan.

„Ég vissi vel hvað ég skildi eftir hjá félaginu því leikmennirnir sem voru þarna undir minni stjórn voru nógu góðir til þess að ná þeim markmiðum sem mér voru sett. Ég vissi að ég hefði fengið síðan pening til að kaupa leikmenn í sumar og þar hefði ég nýtt mér það vel að vera búinn að stýra liðinu í tvö og hálf ár," sagði Hughes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×