Fótbolti

Illska hlaupin í baráttu Englendinga og Rússa um HM 2018

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Beckham, Wayne Rooney og Gordon Brown kynntu framboð Englendinga.
David Beckham, Wayne Rooney og Gordon Brown kynntu framboð Englendinga. Mynd/Nordic Photos/Getty
England og Rússland keppast þessa daganna um að sannfæra valnefnd FIFA um að heimsmeistarakeppnin eftir átta ár eigi að fara fram hjá þeim. Kosningarbaráttan hefur tekið á sig ósvífnari mynd að undanföru þar sem báðir aðilar virðast vera að reyna að spilla fyrir hinum.

Það er talið nokkuð víst að valið standi á milli Englands og Rússlands þegar FIFA ákveður 2. desember næstkomandi hvar HM 2018 fer fram. Sameiginleg boð frá Belgíu og Hollandi sem og frá Spáni og Portúgal eru einnig með í kjörinu.

Rússinn Viacheslav Koloskov, fyrrum meðlimur í framkvæmdanefndum FIFA og UEFA, hefur kallað aðferðir Englendinga frumstæðar eftir að Englendingar kvörtuðu undan Rússum til FIFA.

Upphafið af málinu má rekja til þess að Alexey Sorokin, yfirmaður framboðs Rússa, gagnrýndi aukna glæpatíðini og drykkju unglinga í London. Það er stranglega bannað að gagnrýna samkeppnisaðila þegar menn eru í framboði til að halda keppni á vegum sambandsins.

Rússar hafa ekki miklar áhyggjur að refsingum eða eftirmálum að hálfu FIFA og hafa gert grín af þeim ensku sem þeir telja að séu að fara á taugum vegna þess hversu illa framboð þeirra gengur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×