Enski boltinn

Park: Ég hef ekki verið nógu góður

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Kóreubúinn hjá Man. Utd, Park Ji-Sung, er alls ekki nógu ánægður með eigin frammistöðu í vetur og hefur lofað að bæta sinn leik.

"Ég er alls ekki nógu ánægður með sjálfan mig. Ég veit ekki af hverju. Kannski var ég bara ekki klár í slaginn," sagði Park.

"Andlega hef ég ekki verið nógu sterkur og þar verð ég að bæta mig. Ég var lélegur í fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn var mun skárri. Ég þarf að á jafnvægi í minn leik."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×