Enski boltinn

Pele segir Neymar að segja nei Chelsea

Elvar Geir Magnússon skrifar
Neymar á einn A-landsleik fyrir Brasilíu en hann er aðeins átján ára gamall.
Neymar á einn A-landsleik fyrir Brasilíu en hann er aðeins átján ára gamall.

Chelsea vonast til að ganga frá kaupum á hinum átján ára Neymar í þessari viku. Kaupverðið á þessum efnilega leikmanni mun líklega vera í kringum 20 milljónir punda.

Neymar leikur með Santos í Brasilíu en það er fyrrum félag goðsagnarinnar Pele. Hugsanleg félagaskipti Neymar yfir til Chelsea leggjast ekki vel í Pele sem er að reyna að tala leikmanninn frá því að ganga til liðs við enska félagið.

Neymar er talinn í hópi mest spennandi leikmanna heims um þessar mundir en hann leikur sem sóknarmaður og er stútfullur af hæfileikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×