Enski boltinn

Sagna: Gibbs verður framtíðarbakvörður enska liðsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kieran Gibbs fer hér framhjá Samir Nasri í leiknum í gær.
Kieran Gibbs fer hér framhjá Samir Nasri í leiknum í gær. Mynd/Nordic Photos/Getty
Bacary Sagna var ángæður með að sjá liðsfélaga sinn hjá Arsenal, Kieran Gibbs, spila sinn fyrsta byrjunarliðsleik með enska landsliðinu í gær. Frakkar unnu Englendinga 2-1 á Wembley og lagði Sagna upp seinna mark franska landsliðsins.

Þeir Sagna og Gibbs léku á móti hvorum öðrum í leiknum. „Mér fannst hann spila vel. Það var erfitt á vinstri kantinum því hann var að búa til fullt af vandamálum fyrir okkur," sagði Bacary Sagna um Gibbs.

„Hann var tekinn útaf af því að hann mun líklega spila um helgina. Ég var mjög stoltur að sjá hann spila," sagði Sagna. Kieran Gibbs er 21 árs gamall og hefur spilað 12 úrvalsdeildarleiki með Arsenal frá árinu 2008.

„Að mínu mati verður hann framtíðar vinstri bakvörður enska landsliðsins," sagði Sagna að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×