Enski boltinn

Wenger opnar líklega veskið í janúar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, sagði eftir sigurinn á West Ham í dag að hann neyddist væntanlega til þess að versla nýja leikmenn í janúar.

„Það eru níu leikmenn meiddir hjá okkur í dag. Við þurftum að berjast grimmilega fyrir sigrinum hér á Upton Park og við þurfum að fá leikmenn til baka ef við ætlum að geta staðið okkur í öllum keppnum," sagði Wenger.

„Ég veit ekki hvað ég geri en það er líklegt að ég reyni að fá einn til tvo leikmenn. Við munum reyna að taka þátt á markaðnum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×