Enski boltinn

Eiður Smári ekki enn kominn í form

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Tony Pulis, stjóri Stoke City, segir að Eiður Smári Guðjohnsen sé ekki enn kominn í nógu gott form til þess að vera í byrjunarliði félagsins.

Eiður kom til félagsins í ágúst og þrátt fyrir rúman mánuð í herbúðum félagsins er hann ekki klár í slaginn.

"Ég geri ráð fyrir því að Eiður spili einhvern tíma í vetur. Ég hef ekki spurt hann að því af hverju hann sé í slíku ástandi en kannski hefur hann alltaf slakað vel á þegar hann fer í sumarfrí," sagði Pulis.

Þó svo Eiður sé ekki enn búinn að koma sér í form mun hann samt spila með íslenska landsliðinu gegn Portúgal að því er heimildir Stöðvar 2 herma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×