Enski boltinn

Leikmenn skilja ákvörðun mína

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Avram Grant, stjóri West Ham, verður ekki á hliðarlínunni í dag þegar West Ham mætir Stoke í ensku úrvalsdeildinni.

Grant fékk frí þar sem í dag er helgidagur gyðinga, Yom Kippur.

"Þetta er mjög sérstakur dagur. Af virðingu við föður minn og móður, sem hafa gengið í gegnum mikið og út af þúsunda ára gamalla hefði, mun ég virða þennan dag. Ég hef gert það síðan ég var 11 ára gamall," sagði Grant.

"Því miður ber þennan dag upp á leikdag en ég ætla samt að virða þennan hvíldardag. Ég er enginn ofsatrúarmaður en mér finnst rétt að virða þessa eldgömlu hefð. Það er samt ekki auðvelt að halda sig frá leiknum.

"Leikmennirnir skilja þessa ákvörðun mína og bera virðingu fyrir henni. Þeir segjast ætla að standa sig í leiknum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×