Enski boltinn

Sigrar hjá liðum Jóhannesar og Kára

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Jóhannes Karl Guðjónsson.

Jóhannes Karl Guðjónsson og félagar í Huddersfield halda toppsætinu í ensku B-deildinni eftir öruggan sigur í dag.

Huddersfield lagði þá Yeovil Town, 4-2. Jóhannes Karl var kominn á bekkinn en kom af honum í leikhléi.

Kári Árnason lék síðan allan leikinn fyrir Plymouth sem lagði Sheff. Wed, 3-2. Plymouth er í 16. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×