Enski boltinn

Bent bjargaði dramatísku stigi gegn Arsenal á elleftu stundu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Skondið mark. Varnarmaður Sunderland reynir hér að hreinsa. Boltinn fór í Fabregas og þaðan í netið.
Skondið mark. Varnarmaður Sunderland reynir hér að hreinsa. Boltinn fór í Fabregas og þaðan í netið.

Sunderland nældi í ótrúlegt jafntefli, 1-1, gegn Arsenal í dag. Jöfnunarmark Sunderland kom 13 sekúndum eftir að uppbótartíminn var liðinn.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var brjálaður yfir markinu sem Darren Bent skoraði. Fjórum mínútum var bætt við venjulegan leiktíma en það þýðir reyndar að lágmarki fjórar mínútur. Það vita ekki allir.

Cesc Fabregas skoraði mark Arsenal í fyrri hálfleik og fór meiddur af velli nokkrum mínútum síðar. Markið var afar skondið. Varnarmaður Sunderland var að hreinsa. boltinn fór í Fabregas og sigldi yfir markvörðinn. Mjög svipað markinu sem Guðmundur Pétursson skoraði fyrir Breiðablik gegn KR í sumar.

Arsenal fékk upplagt tækifæri til þess að gera úr leikinn í síðari hálfleik er liðið fékk víti. Spyrna Thomas Rosicky fór hátt yfir markið.

Arsenal er í öðru sæti deildarinnar en Sunderland í því tíunda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×