Enski boltinn

Ben Foster sér ekki eftir að hafa farið frá Manchester United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ben Foster.
Ben Foster. Mynd/Nordic Photos/Getty
Ben Foster, markvörður Birmingham City, mætir í kvöld sínum gömlu félögum í Manchester United þegar toppliðið í ensku úrvalsdeildinni kemur í heimsókn á St Andrew's leikvanginn í Birmingham. Foster var einu sinni framtíðarmarkmannsefni hjá Ferguson en stóðst síðan ekki pressuna þegar á reyndi.

Foster hefur staðið mjög vel hjá Birmingham og sér ekki eftir því að hafa farið frá Manchester United á sínum tíma. Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, talaði um hann sem framtíðarmarkvörð enska landsliðsins en missti seinna trúna á þessum 27 ára gamla markverði.

Ferguson er núna að leita framtíðarmarkverði United víst að Edwin van der Sar er að fara að leggja skónna á hilluna í vor. Í tilefni leiksins í kvöld var Foster að sjálfsögðu spurður af því hvort hann hefði ekki átt að halda áfram á Old Trafford.

Ben Foster.Mynd/Nordic Photos/Getty
„Ég elska það að vera hjá Birmingham og ég hef aldrei notið fótboltans eins mikið og nú. Ég sé ekkert eftir því að farið frá United," sagði Ben Foster.

„Ég er ekki beint að fylgjast með því sem er að gerast hjá United. Ég skoða úrslitin úr leikjunum þeirra en ekki mikið meira en það. Ég naut mín líka vel í láni hjá Watford en þetta er betra hér. Ég er aftur farinn að skila mínu besta, ég fékk tækifærið og þetta er allt að ganga upp hjá mér," sagði Foster sem kom til Birmingham í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×