Innlent

Vegurinn inn í Þórsmörk opnaður

Úr Þórsmörk
Úr Þórsmörk Mynd/Vilhelm Gunnarsson

Almannavarnir hafa ákveðið að aflétta lokun sem verið hefur á veginum í Þórsmörk vegna eldgossins í Eyjafjallajökli.

Í gær voru sett upp skilti á leiðinni í Þórsmörk í nágrenni Gígjökuls þar sem varað er við hugsanlegri hættu í lónstæði Gígjökuls. Þar geta myndast eitraðar gastegundir og kviksyndi en auk þess getur verið hætta á hruni úr jöklinum og skyndilegu vatnsflóði.

Vegagerðin hefur unnið að lagfæringu á veginum undanfarna daga. Vegfarendur um Þórsmerkurveg eru beðnir um að sýna varúð þegar þeir fara um svæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×