Innlent

Opið bréf til Jóns Gnarrs: AGS djókar aldrei

Boði Logason skrifar
Helga Þórðardóttir oddviti Frjálslynda flokksins í Reykjavík
Helga Þórðardóttir oddviti Frjálslynda flokksins í Reykjavík

Helga Þórðardóttir, oddviti Frjálslynda flokksins í Reykjavík, sendir Jóni Gnarr opið bréf í aðsendri grein á vefsíðunni svipan.is.

Þar varar hún Jón við stefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. „Stefna AGS er að einkavæða ríkisfyrirtæki og að færa auðlindir í eigu einkaaðila. Salan á HS Orku til Magma er dæmi um slíkt."

Hún segir að sín ósk til Jóns sé að hann selji aldrei Orkuveitu Reykjavíkur. „Orkuveita Reykjavíkur er fyrirtækið okkar, fyrirtæki sem við höfum byggt upp á löngum tíma. Í dag hefur það möguleika á að skapa okkur borgurunum tekjur."

Helga vitnar svo í skýrslu sem birtist 20. apríl síðastliðinn. „Menn eru sammála um að hér séu starfsmenn AGS að kvarta undan tregðu Íslendinga við að færa auðlindir sínar úr eigu almennings yfir í eigu einkaaðila, sem oftast þýðir að erlend fyrirtæki eignast auðlindirnar okkar."

Hún lýkur svo bréfinu á þessum orðum: „Kæri Jón, mín heitasta ósk er að þú sem borgarstjóri gerir þér grein fyrir því að það er ekki hægt að taka Alþjóðagjaldeyrissjóðinn með einhverri léttúð. Ef þú lest sögu sjóðsins muntu fljótlega gera þér grein fyrir því að hann er ekki að djóka — never."

Bréfið í heild sinni






Fleiri fréttir

Sjá meira


×