Hver er framtíð myndlistarinnar? 15. apríl 2010 06:00 myndlist Tveir áratugir eru liðnir síðan Listasafn Reykjavíkur opnaði höfuðstöðvar sínar í Hafnarhúsinu við Miðbakkann. mynd fréttablaðið/ Hinn 19. apríl 2010 er áratugur liðinn frá því að Listasafn Reykjavíkur var opnað í Hafnarhúsinu. Af því tilefni er efnt til myndlistarþings með þátttöku á annað hundrað aðila komandi laugardag. Hluti þátttakenda er valinn fyrirfram en Listasafnið leggur ríka áherslu á að ná fram ólíkum sjónarmiðum og óskar því góðfúslega eftir þátttöku utanaðkomandi sem láta sig málefnið varða. Á meðan málþingið fer fram stendur fjölskyldufólki til boða að taka þátt í listasmiðju þar sem unnið verður með viðfangsefni í anda Errós. Boðið verður upp á léttar veitingar í smiðjunni, eða frá kl. 13-16. Á málþingið boðar Listasafn Reykjavíkur safnafólk, listfræðinga, stjórnmála- og embættismenn, sem vinna saman í hópum. Þátttakendum er ætlað að ræða málefni er varða stöðu myndlistar á Íslandi, m.a. söfn, sýningarrými, stofnanalegt umhverfi og aðstöðu og hagsmunamál myndlistarmanna. Þingmönnum er ætlað að fara yfir þróunina síðasta áratuginn, ræða núverandi stöðu og velta fyrir sér framtíðarhorfum. Áður en þingið sjálft hefst mun Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, ávarpa þátttakendur og Jón Proppé listheimspekingur flytja inngangsorð. Í lok þingsins verður dregin saman niðurstaða allra vinnuhópanna. Áhugasamir geta sent inn nafn, símanúmer og núverandi starfsvettvang í netfangið sirra.sigurdardottir@reykjavik.is eða hringt í síma 590-1200. Þingið fer fram í A-sal Hafnarhússins en meðan á því stendur verður starfrækt Erró-smiðja í fjölnotasalnum undir stjórn Bergsveins Þórssonar. Hinir eftirsóttu risakubbar Errós verða á gólfinu en úr þeim má raða saman listaverkum eftir Erró eða leika sér eins og hugmyndaflugið leyfir. Boðið verður upp á léttar afmælisveitingar á meðan á smiðjunni er opin. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Lífið Menning Mest lesið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Hinn 19. apríl 2010 er áratugur liðinn frá því að Listasafn Reykjavíkur var opnað í Hafnarhúsinu. Af því tilefni er efnt til myndlistarþings með þátttöku á annað hundrað aðila komandi laugardag. Hluti þátttakenda er valinn fyrirfram en Listasafnið leggur ríka áherslu á að ná fram ólíkum sjónarmiðum og óskar því góðfúslega eftir þátttöku utanaðkomandi sem láta sig málefnið varða. Á meðan málþingið fer fram stendur fjölskyldufólki til boða að taka þátt í listasmiðju þar sem unnið verður með viðfangsefni í anda Errós. Boðið verður upp á léttar veitingar í smiðjunni, eða frá kl. 13-16. Á málþingið boðar Listasafn Reykjavíkur safnafólk, listfræðinga, stjórnmála- og embættismenn, sem vinna saman í hópum. Þátttakendum er ætlað að ræða málefni er varða stöðu myndlistar á Íslandi, m.a. söfn, sýningarrými, stofnanalegt umhverfi og aðstöðu og hagsmunamál myndlistarmanna. Þingmönnum er ætlað að fara yfir þróunina síðasta áratuginn, ræða núverandi stöðu og velta fyrir sér framtíðarhorfum. Áður en þingið sjálft hefst mun Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, ávarpa þátttakendur og Jón Proppé listheimspekingur flytja inngangsorð. Í lok þingsins verður dregin saman niðurstaða allra vinnuhópanna. Áhugasamir geta sent inn nafn, símanúmer og núverandi starfsvettvang í netfangið sirra.sigurdardottir@reykjavik.is eða hringt í síma 590-1200. Þingið fer fram í A-sal Hafnarhússins en meðan á því stendur verður starfrækt Erró-smiðja í fjölnotasalnum undir stjórn Bergsveins Þórssonar. Hinir eftirsóttu risakubbar Errós verða á gólfinu en úr þeim má raða saman listaverkum eftir Erró eða leika sér eins og hugmyndaflugið leyfir. Boðið verður upp á léttar afmælisveitingar á meðan á smiðjunni er opin. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Lífið Menning Mest lesið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira