Margt rangt í skýrslu Bandaríkjamannsins 24. febrúar 2010 04:00 Sendiráð Bandaríkjanna í Reykjavík. Utanríkisráðherra segir staðgengil bandaríska sendiherrans hafa í mörgu farið rangt með það sem fram kom á fundi hans með starfsmönnum íslensku utanríkisþjónustunnar.fréttablaðið/vilhelm Margt í minnisblaði staðgengils sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi af fundi hans með íslenskum embættismönnum er rangt. Þetta sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra í umræðum um málið á Alþingi í gær. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að í minnisblaðinu kæmu fram athyglisverðar og alvarlegar upplýsingar með hliðsjón af hagsmunum Íslands. Það beri með sér að ríkisstjórnin hefði lagt sig fram um að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-lögin, ekki hafi verið efst á baugi að tala fyrir málstað Íslands og að reynt hafi verið að velta Icesave-vandamálinu yfir á Norðmenn. Bjarni sagði alvarlegast að fulltrúar stjórnvalda skyldu á fundinum í bandaríska sendiráðinu tala um þjóðargjaldþrot og greiðslufall Íslands á næsta ári. Sú óþægilega tilfinning læddist að sér að hagsmunir ríkisstjórnarinnar fari ekki saman með hagsmunum þjóðarinnar. Össur varaði menn við að taka of mikið mark á fundargerðinni, margt í henni væri ekki rétt. Sjálfur kannaðist hann ekki við ýmislegt og annað virtist tekið upp úr fréttum. Sagði hann fráleitt að starfsmenn utanríkisþjónustunnar hefðu lýst yfir greiðslufalli á næsta ári yrði Icesave-lögunum hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu en benti á að ríkisstjórnin hefði sent forsetanum gögn þar sem talað væri um auknar líkur á ætluðu greiðslufalli. Sagði hann að endingu að fundurinn í sendiráðinu hefði verið partur af fundalotu með sendimönnum erlendra ríkja á Íslandi og íslenskra sendimanna erlendis með þarlendum stjórnvöldum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, átaldi málflutning ríkisstjórnarinnar erlendis og beindi sjónum sérstaklega að efnahags- og viðskiptaráðherranum. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknar, sagði að ef lýsing sendiráðsmannsins væri röng þyrftu réttar upplýsingar að koma fram. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður VG, sagði mikilvægast að áfram yrði málstaður Íslands kynntur erlendis. Hafnaði hún kenningum um að stjórnvöld reyndu að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Þór Saari, Hreyfingunni, sagði framgöngu sendiherra Íslands í Washington á fundinum hneykslanlega. Hann ætti að kalla heim og sjálfsagt væri að hann bæði forseta Íslands og þjóðina alla afsökunar á orðum sínum. bjorn@frettabladid.is Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Margt í minnisblaði staðgengils sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi af fundi hans með íslenskum embættismönnum er rangt. Þetta sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra í umræðum um málið á Alþingi í gær. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að í minnisblaðinu kæmu fram athyglisverðar og alvarlegar upplýsingar með hliðsjón af hagsmunum Íslands. Það beri með sér að ríkisstjórnin hefði lagt sig fram um að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-lögin, ekki hafi verið efst á baugi að tala fyrir málstað Íslands og að reynt hafi verið að velta Icesave-vandamálinu yfir á Norðmenn. Bjarni sagði alvarlegast að fulltrúar stjórnvalda skyldu á fundinum í bandaríska sendiráðinu tala um þjóðargjaldþrot og greiðslufall Íslands á næsta ári. Sú óþægilega tilfinning læddist að sér að hagsmunir ríkisstjórnarinnar fari ekki saman með hagsmunum þjóðarinnar. Össur varaði menn við að taka of mikið mark á fundargerðinni, margt í henni væri ekki rétt. Sjálfur kannaðist hann ekki við ýmislegt og annað virtist tekið upp úr fréttum. Sagði hann fráleitt að starfsmenn utanríkisþjónustunnar hefðu lýst yfir greiðslufalli á næsta ári yrði Icesave-lögunum hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu en benti á að ríkisstjórnin hefði sent forsetanum gögn þar sem talað væri um auknar líkur á ætluðu greiðslufalli. Sagði hann að endingu að fundurinn í sendiráðinu hefði verið partur af fundalotu með sendimönnum erlendra ríkja á Íslandi og íslenskra sendimanna erlendis með þarlendum stjórnvöldum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, átaldi málflutning ríkisstjórnarinnar erlendis og beindi sjónum sérstaklega að efnahags- og viðskiptaráðherranum. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknar, sagði að ef lýsing sendiráðsmannsins væri röng þyrftu réttar upplýsingar að koma fram. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður VG, sagði mikilvægast að áfram yrði málstaður Íslands kynntur erlendis. Hafnaði hún kenningum um að stjórnvöld reyndu að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Þór Saari, Hreyfingunni, sagði framgöngu sendiherra Íslands í Washington á fundinum hneykslanlega. Hann ætti að kalla heim og sjálfsagt væri að hann bæði forseta Íslands og þjóðina alla afsökunar á orðum sínum. bjorn@frettabladid.is
Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira