Margt rangt í skýrslu Bandaríkjamannsins 24. febrúar 2010 04:00 Sendiráð Bandaríkjanna í Reykjavík. Utanríkisráðherra segir staðgengil bandaríska sendiherrans hafa í mörgu farið rangt með það sem fram kom á fundi hans með starfsmönnum íslensku utanríkisþjónustunnar.fréttablaðið/vilhelm Margt í minnisblaði staðgengils sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi af fundi hans með íslenskum embættismönnum er rangt. Þetta sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra í umræðum um málið á Alþingi í gær. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að í minnisblaðinu kæmu fram athyglisverðar og alvarlegar upplýsingar með hliðsjón af hagsmunum Íslands. Það beri með sér að ríkisstjórnin hefði lagt sig fram um að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-lögin, ekki hafi verið efst á baugi að tala fyrir málstað Íslands og að reynt hafi verið að velta Icesave-vandamálinu yfir á Norðmenn. Bjarni sagði alvarlegast að fulltrúar stjórnvalda skyldu á fundinum í bandaríska sendiráðinu tala um þjóðargjaldþrot og greiðslufall Íslands á næsta ári. Sú óþægilega tilfinning læddist að sér að hagsmunir ríkisstjórnarinnar fari ekki saman með hagsmunum þjóðarinnar. Össur varaði menn við að taka of mikið mark á fundargerðinni, margt í henni væri ekki rétt. Sjálfur kannaðist hann ekki við ýmislegt og annað virtist tekið upp úr fréttum. Sagði hann fráleitt að starfsmenn utanríkisþjónustunnar hefðu lýst yfir greiðslufalli á næsta ári yrði Icesave-lögunum hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu en benti á að ríkisstjórnin hefði sent forsetanum gögn þar sem talað væri um auknar líkur á ætluðu greiðslufalli. Sagði hann að endingu að fundurinn í sendiráðinu hefði verið partur af fundalotu með sendimönnum erlendra ríkja á Íslandi og íslenskra sendimanna erlendis með þarlendum stjórnvöldum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, átaldi málflutning ríkisstjórnarinnar erlendis og beindi sjónum sérstaklega að efnahags- og viðskiptaráðherranum. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknar, sagði að ef lýsing sendiráðsmannsins væri röng þyrftu réttar upplýsingar að koma fram. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður VG, sagði mikilvægast að áfram yrði málstaður Íslands kynntur erlendis. Hafnaði hún kenningum um að stjórnvöld reyndu að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Þór Saari, Hreyfingunni, sagði framgöngu sendiherra Íslands í Washington á fundinum hneykslanlega. Hann ætti að kalla heim og sjálfsagt væri að hann bæði forseta Íslands og þjóðina alla afsökunar á orðum sínum. bjorn@frettabladid.is Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Margt í minnisblaði staðgengils sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi af fundi hans með íslenskum embættismönnum er rangt. Þetta sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra í umræðum um málið á Alþingi í gær. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að í minnisblaðinu kæmu fram athyglisverðar og alvarlegar upplýsingar með hliðsjón af hagsmunum Íslands. Það beri með sér að ríkisstjórnin hefði lagt sig fram um að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-lögin, ekki hafi verið efst á baugi að tala fyrir málstað Íslands og að reynt hafi verið að velta Icesave-vandamálinu yfir á Norðmenn. Bjarni sagði alvarlegast að fulltrúar stjórnvalda skyldu á fundinum í bandaríska sendiráðinu tala um þjóðargjaldþrot og greiðslufall Íslands á næsta ári. Sú óþægilega tilfinning læddist að sér að hagsmunir ríkisstjórnarinnar fari ekki saman með hagsmunum þjóðarinnar. Össur varaði menn við að taka of mikið mark á fundargerðinni, margt í henni væri ekki rétt. Sjálfur kannaðist hann ekki við ýmislegt og annað virtist tekið upp úr fréttum. Sagði hann fráleitt að starfsmenn utanríkisþjónustunnar hefðu lýst yfir greiðslufalli á næsta ári yrði Icesave-lögunum hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu en benti á að ríkisstjórnin hefði sent forsetanum gögn þar sem talað væri um auknar líkur á ætluðu greiðslufalli. Sagði hann að endingu að fundurinn í sendiráðinu hefði verið partur af fundalotu með sendimönnum erlendra ríkja á Íslandi og íslenskra sendimanna erlendis með þarlendum stjórnvöldum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, átaldi málflutning ríkisstjórnarinnar erlendis og beindi sjónum sérstaklega að efnahags- og viðskiptaráðherranum. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknar, sagði að ef lýsing sendiráðsmannsins væri röng þyrftu réttar upplýsingar að koma fram. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður VG, sagði mikilvægast að áfram yrði málstaður Íslands kynntur erlendis. Hafnaði hún kenningum um að stjórnvöld reyndu að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Þór Saari, Hreyfingunni, sagði framgöngu sendiherra Íslands í Washington á fundinum hneykslanlega. Hann ætti að kalla heim og sjálfsagt væri að hann bæði forseta Íslands og þjóðina alla afsökunar á orðum sínum. bjorn@frettabladid.is
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira