Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 25. september 2025 11:44 Brynhildur Bolladóttir er móðir grunnskólabarns í Reykjavíkurborg. Samsett Móðir grunnskólabarns, sem fær að mæta á frístundaheimili einu sinni í viku, segir manneklu í frístundastarfi geta valdið félagslegri einangrun barna. Rúmlega fimm hundruð börn eru á biðlista eftir að fá pláss í frístundaheimili eða sértækri félagsmiðstöð. Í aðsendri grein á Vísi lýsir Brynhildur Bolladóttir raunum sínum er hún reyndi að fá pláss fyrir dóttur sína á frístundaheimili grunnskóla hennar. Vegna mikillar manneklu í frístundastarfinu fær dóttir Brynhildar einungis pláss einu sinni í viku á frístundaheimilinu. „Þær gleðifréttir bárust í síðustu viku, sem var fjórða skólavika skólaársins, að hún fengi einn dag í vistun í viku. Börn í 3. bekk, sem tilheyra annarri félagsmiðstöð (það er önnur umræða hvort það sé vænlegt), hafa hins vegar verið með tvo daga í vistun frá upphafi skólaárs og eru nú með fulla vistun,“ segir Brynhildur. Hún segir börn missa af því að leika sér og starfa í skemmtilegu umhverfi frístundarinnar og hafi það neikvæð áhrif, sér í lagi á börn sem standi verr sem eiga í hættu á að félagslega einangrast. „Með hverjum deginum sem líður mun verða erfiðara að sannfæra þau um að fara í frístund.“ Tæplega tvö hundruð börn fá að mæta einn eða tvo daga í viku Í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn fréttastofu segir að samkvæmt reglum um þjónustu frístundaheimila Reykjavíkurborgar sé gert ráð fyrir að öll börn sem sótt hefur verið um pláss fyrir fái dvöl á frístundaheimili í upphafi skólaárs. Þó séu nú 515 börn á biðlista eftir að komast í frístundaheimili og sértækar félagsmiðstöðvar. Séu tafir, til að mynda vegna manneklu líkt og Brynhildur lýsir, fái fötluð börn, börn í erfiðum félagslegum aðstæðum, börn sem hafa búið skemur en tvö ár á Íslandi og börn starfsfólks frístundaheimilanna forgang. Þar á eftir eru umsóknir afgreiddar í tímaröð eftir því hvenær þær bárust, en þó þannig að börn í fyrsta bekk fái forgang, svo öðrum bekk og koll af kolli. „Ef um skort á starfsfólki er að ræða leitast frístundamiðstöðvar við að manna frístundaheimili fyrir yngri börn fyrst.“ 3704 börn hafa fengið samþykkt pláss í frístundaheimili af 4219 umsóknum sem bárust. Umsóknirnar voru um fjögur hundruð fleiri heldur en árið áður. Af þessum rúmlega 3700 börnum hafa 155 börn fengið samþykkt pláss fyrir einungis einn eða tvo daga í viku. Skóla- og menntamál Félagsmál Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira
Í aðsendri grein á Vísi lýsir Brynhildur Bolladóttir raunum sínum er hún reyndi að fá pláss fyrir dóttur sína á frístundaheimili grunnskóla hennar. Vegna mikillar manneklu í frístundastarfinu fær dóttir Brynhildar einungis pláss einu sinni í viku á frístundaheimilinu. „Þær gleðifréttir bárust í síðustu viku, sem var fjórða skólavika skólaársins, að hún fengi einn dag í vistun í viku. Börn í 3. bekk, sem tilheyra annarri félagsmiðstöð (það er önnur umræða hvort það sé vænlegt), hafa hins vegar verið með tvo daga í vistun frá upphafi skólaárs og eru nú með fulla vistun,“ segir Brynhildur. Hún segir börn missa af því að leika sér og starfa í skemmtilegu umhverfi frístundarinnar og hafi það neikvæð áhrif, sér í lagi á börn sem standi verr sem eiga í hættu á að félagslega einangrast. „Með hverjum deginum sem líður mun verða erfiðara að sannfæra þau um að fara í frístund.“ Tæplega tvö hundruð börn fá að mæta einn eða tvo daga í viku Í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn fréttastofu segir að samkvæmt reglum um þjónustu frístundaheimila Reykjavíkurborgar sé gert ráð fyrir að öll börn sem sótt hefur verið um pláss fyrir fái dvöl á frístundaheimili í upphafi skólaárs. Þó séu nú 515 börn á biðlista eftir að komast í frístundaheimili og sértækar félagsmiðstöðvar. Séu tafir, til að mynda vegna manneklu líkt og Brynhildur lýsir, fái fötluð börn, börn í erfiðum félagslegum aðstæðum, börn sem hafa búið skemur en tvö ár á Íslandi og börn starfsfólks frístundaheimilanna forgang. Þar á eftir eru umsóknir afgreiddar í tímaröð eftir því hvenær þær bárust, en þó þannig að börn í fyrsta bekk fái forgang, svo öðrum bekk og koll af kolli. „Ef um skort á starfsfólki er að ræða leitast frístundamiðstöðvar við að manna frístundaheimili fyrir yngri börn fyrst.“ 3704 börn hafa fengið samþykkt pláss í frístundaheimili af 4219 umsóknum sem bárust. Umsóknirnar voru um fjögur hundruð fleiri heldur en árið áður. Af þessum rúmlega 3700 börnum hafa 155 börn fengið samþykkt pláss fyrir einungis einn eða tvo daga í viku.
Skóla- og menntamál Félagsmál Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira