Enski boltinn

Stoke búið að kaupa Pennant

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jermaine Pennant í leik með Stoke.
Jermaine Pennant í leik með Stoke. Nordic Photos / Getty Images

Stoke City gekk í dag frá kaupum á Jermaine Pennant sem hefur verið í láni hjá félaginu frá Real Zaragoza á Spáni.

Pennant kom til Stoke í lok sumars og hefur þótt standa sig vel. Hann gerði tveggja og hálfs árs samning við félagið sem greiðir nú 1,7 milljónir punda fyrir hann. Sú upphæð gæti hækkað í 2,8 milljónir ef Pennant stendur sig áfram vel.

Sjálfur hefur Pennant sagt að hann njóti lífsins hjá Stoke. „Stuðningsmennirnir, leikmennirnir og forráðamenn liðsins hafa allir tekið mér mjög vel og ég vildi ólmur fá að vera hér áfram," sagði hann í viðtali á heimasíðu Stoke.

Pennant hóf feril sinn hjá Notts County árið 1998 og fór svo til Arsenal. Hann lék síðar með Watford, Leeds, Birmingham, Liverpool, Portsmouth og loks Real Zaragoza.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×