Fótbolti

Kolbeinn tryggði AZ sigur á Ajax

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kolbeinn í leik með AZ.
Kolbeinn í leik með AZ.

Landsliðsmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson skoraði seinna mark AZ Alkmaar í dag sem vann góðan heimasigur, 2-0, á Ajax.

Kolbeinn kom inn af bekknum á 72. mínútu og fimm mínútum síðar var hann búinn að tryggja liðinu sigur.

Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Alkmaar en varð að fara af velli eftir 20 mínútur vegna meiðsla.

Alkmaar er í fimmta sæti hollensku deildarinnar en Ajax því þriðja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×