Enski boltinn

Guðlaugur Victor lánaður til Dagenham & Redbridge

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðlaugur Victor Pálsson.
Guðlaugur Victor Pálsson.

Guðlaugur Victor Pálssson, leikmaður Liverpool og íslenska U-21 landsliðsins, verður lánaður til enska C-deildarliðsins Dagenham & Redbridge samkvæmt heimildum Vísis.

Guðlaugur hefur verið fastamaður í varliði Liverpool en hann er nítján ára gamall. Hann skoraði eitt mark í 2-0 sigri varaliðsins á Sunderland á dögunum. Guðlaugur kom til liðsins frá AGF í Danmörku í janúar á síðasta ári.

Til stóð að hann yrði lánaður til Tranmere á dögunum en ekkert varð af því.

Guðlaugur mun dvelja hjá Dagenham & Redbrigde til 3. janúar næstkomandi en liðið er sem stendur í næstneðsta sæti C-deildarinnar. Liðið er með tólf stig eftir fimmtán leiki.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×