Íslenski boltinn

Sævar Þór: Þetta var snerting

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sævar Þór Gíslason.
Sævar Þór Gíslason.
Sævar Þór Gíslason, fyrirliði Selfoss, segir að það hafi verið réttur dómur að reka Bjarna Þórð Halldórsson, markvörð Stjörnunnar, af velli í kvöld.

Sævar Þór slapp inn fyrir vörn Stjörnunnar þegar staðan var 2-1 fyrir gestina úr Garðabæ og fékk víti þegar Bjarni Þórður virtist brjóta á honum. Bjarni fékk rautt en mótmælti dómnum kröftuglega.

„Þetta var snerting, það var alveg klárt. Ég steig inn í hann og það kom snerting," sagði Sævar við Vísi eftir leikinn. Guðmundur Þórarinsson skoraði úr vítinu og var niðurstaðan 2-2 jafntefli.

„Ég er ánægður með stigina miðað við hvernig leikurinn var. Stjarnan var betri í fyrri hálfleik og bróðurpart síðari hálfleiks. Það er því gott að sótt þetta stig."

„Við ætluðum ekki að tapa mörgum leikjum á heimavelli en úr því sem komið var var gott að hafa náð að koma til baka gegn öflugu og hröðu Stjörnuliði."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×