Enski boltinn

Babel, Jovanovic og Pacheco sagðir á leið frá Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Daniel Pacheco í leiknum gegn Northampton.
Daniel Pacheco í leiknum gegn Northampton. Nordic Photos / Getty Images

Enska dagblaðið Daily Mail staðhæfir í dag að þeir Ryan Babel, Milan Jovanovic og Daniel Pacheco verði allir seldir frá Liverpool þegar að félagaskiptaglugginn opnar í janúar.

Nýir eigendur Liverpool eru sagðir vilja minnka launakostnað félagsins svo að svigrúm myndist til að kaupa nýja leikmenn.

Babel kom til Liverpool frá Ajax fyrir þremur árum síðan en hefur ávallt átt erfitt með að festa sig í sessi hjá félaginu. Jovanovic kom nú í sumar en hefur lítið fengið að spila á síðustu vikum.

Hinn nítján ári Pacheco þykir mikið efni stjóri Liverpool, Roy Hodgson, er ekki sannfærður um ágæti hans.

„Hann hefur litið vel út á köflum en stundum hefur hann ekki heillað," er haft eftir Hodgson á vef Sky Sports. „Hann er að reyna að bæta sig."

Pacheco var í liðinu sem tapaði fyrir Northampton í ensku deildabikarkeppninni fyrr á tímabilinu.

„Þeir sem eru fyrir utan hóp þeirra 13-14 leikmanna sem eru yfirleitt í byrjunarliðinu fengu gott tækifæri í þessum leik til að sýna sig og sanna. Hvenær fær hann slíkt tækifæri aftur? Kannski mun hann láta ljós sitt skína í einhverjum Evrópuleiknum en það er mjög erfitt að gera það í leik með varaliðinu," sagði Hodgson.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×